Félagsbréf - 01.05.1960, Page 18

Félagsbréf - 01.05.1960, Page 18
16 FÉLAGSBRÉF En þessi hamingja tók enda: Þeir svanir flugu er sólin hneig og sukku í skóganna rökkur en augu brunnu og úlfur þaut og ormar kringum mig smugu. 1 djúpu rjóðri er reimt og dimmt, 'það rýkur hrímþoka um blómin og lykur spor alls sem HSiS er í loSnum myrkheima gróðri. En skáldið losnar úr 'hinu „djúpa rjóðri“, og tvö síðustu erindin eru borin uppi af fagnandi sigurvissu: meS nýjum styrk skal ég strengi slá og stirna langnættið eldum. Og hin horfna hamingja skal gista hann aftur, óskakraftur hans endur- vakna, nýtt líf hefjast. Ilér er skáldið að segja sína eigin sögu, knýja hana fram í skáldlegum sýnum, sem hver rekur aðra. En farið er fljótt yfir sögu eins og í Völuspá, og hér eins og þar er fyrsti og síðasti kaflinn bjartur, miðkaflinn skuggalegur, nema í Völuspá er hin bjarta framtíS. spádómur, en í kvæði Snorra er hið endurvaknaða líf orðinn veruleiki, þegar kvæðið er ort, sbr. fyrri hluta næst síðasta erindis: f vængjum felldum ég vafinn lá, iþær viðjar binda

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.