Félagsbréf - 01.05.1960, Qupperneq 20

Félagsbréf - 01.05.1960, Qupperneq 20
18 FÉLAGSBRÉF En í þessu skuggalega rjóðri minnist skáldið þeirrar hamingju, sem hann eitt sinn naut: ég man, ég man Iþá eilífð angri firrða í örmum þínum, vors míns frjóu kyrrð; lauf spratt á skógum, hvítir söngvar svifu svanir af hafi, hlóm af aldinkvistum, og allt var gleði, fegurð, frumung dýrð. (Nú greiðist l>okan sundur) En skáldið beinir augum sínum þó meir til framtíðarinnar, og sum ljóð bókarinnar eru ákallanir um styrk til að hrjóta af sér bönd, verða nýr, verða heill; hann ákallar storminn í kvæðinu Leit, biður hann að opna örva sinna lind yfir sig, styrkja vilja sinn og þol; og í kvæðinu Vef hlýjum heiðum örmum snýr skáldið bæn sinni til sólarinnar og biður hana að lauga í lausnareldi sínum hin dæmdu, naðurkviku tré drauma hans, svo hann fái aftur að fagna vornöktum huga óreyndum dögum. Og þessir dagar koma, viðjarnar, sem hundu skáldið, bresta, og hann Það örla svalar annir fyrir stafni, um opnar dyr fer skyldu minnar kvöð til efnda þess sem ævi mín er háð, mín óskafirð, þinn hvíti seiður. Vík frá mér, beygur! burtu, föli efi! Úr blómahafi rís morguneldur yfir brunnar glæður. (Svefnrof) Og bókinni lýkur með kvæðinu Það kallar þrá, þar sem einnig er rakin saga líkt og í upphafskvæðinu, og sagan er raunverulega sú sama, e i tekin nokkuð öðrum tökum. Kvæðið segir frá því, þegar skáldið finnur sjálfan sig aftur, hvemig minningin um hið horfna „hverfur inn í nýjar þrár“, hvernig hin forna þrá, sem dró skáldið til sín í „dreymda klettakyrrð“, kallar hann heim á ný „til starfs og skyldu“. Efni kvæðisins er annars í fá- um orðum þetta: IJr ljósri firð, úr grasi gróins stígs kallar fjarskinn á skáldið og hvetur hann til að búast á braut úr sofnu fangi, rísa af velktum beði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.