Félagsbréf - 01.05.1960, Blaðsíða 21
PÉLAGSBRÉF
19
Og hann leggur af stað í leit að því, sem hann hafði þráð, og þegar tákn
þess, fjallið á strönd draumlandsins, rís fyrir sjónum hans, biður hann
vætti þess að taka sig í sátt. En það, sem hann heyrir sem svar hinna helgu
vætta, eru gjallandi högg, þjöl og töng sem gæla við stál og hvæs heitra
eggja í herzluþró. Og þá spyr hann sig sjálfan: „Hvar er þitt friðarathvarf,
gróðurhlé/ þíns innsta draums og hjartans vörn?‘“ Og hann kemst að rau 1
um, að „í skjóli fjallsins er þrotlaust stríð í fyrirsát“ og undan því lífi verður
eigi skotizt. Og skáldið bregzt jákvætt við því sem hann heyrir innan úr
fjallinu og segir: „------Gef/þig sjálfan, gef þig allan dýrð og valdi/
lífsins, þér sjálfum, þú ert þetta líf,/ það sem þú vinnur til og færð að gjöf!“
Kvæðið endar því í einbeittri ákvörðun líkt og upphafskvæðið, hin forna
þrá skáldsins eftir fegurð og sælu hefur hlotið skírslu sína, og nú ákveður
hann að:
slá í órofsönn
ef ekki sverð, þá gullin stef á skjöldu!
Og með bókinni lýkur áfanga í skáldskap Snorra Hjartarsonar, og ný við-
horf bíða hans eins og fram kemur í næstu bók.
III.
Eins og ég sagði í upphafi, kom bókin Á Gnitaheiði út 1952; kvæðin
eru því ort á fyrstu árum hins endurreista lýðveldis. Það var sögulegur
tími bæði hér á landi og úti í heimi. Styrjöldinni var lokið, búið aðl
sprengja fyrstu atómsprengjuna, og hinir öflugu bandamenn, sem sigrað
höfðu nazismann og fasismann, sundruðust og mynduðu tvær gagnstæðar
fylkingar, — austrið og vestrið, — sem síðan hafa háð kalt stríð. Eins
og flest önnur ríki Evrópu sá ísland sig tilneytt að taka sér stöðu öð'ru
hvoru megin og skipaði sér við hlið vestrænna ríkja. Þetta olli miklum
pólitískum átökum hér á landi, þjóðin, sem staðið hafði saman sem einn
raaður við stofnun lýðveldisins, klofnaði í andstæða hópa fáum missir-
um síðar, og það öldurót, sem þá komst á þjóðlífið, hefur ekki lægt enn;
í rauninni er þjóðin vopnlaus og fámenn milli tveggja elda og stendur
frammi fyrir þeirri staðreynd, að hólminn, sem hún byggir, er í einni
svipan orðinn þýðingarmikil þjóðbraut og hernaðarlega mikilvægur. Og
erlent herlið hverfur ekki úr landinu. Yfir henni vofir ógn og tortíming
en um leið blasa við nýir, heillandi möguleikar. Þessir umbrotatímar eru