Félagsbréf - 01.05.1960, Page 23

Félagsbréf - 01.05.1960, Page 23
FÉLAGSBRÉF 21 og Hamlet. Hin þrjú síSastnefndu eru dulbúin, ef svo mætti segja, liiS sögulega í þeim nýtur sín til fulls sem slíkt, en þar fer tvennum sögum fram, þau skírskota beint til nútímans án þess skáldið geri nokkurn tíma lykkju á leið sína til að vekja athygli lesandans á því, táknin í kvæðunum verða að standa undir sér sjálf, og gera það. Er Snorri Hjartarson snillingur í að fara með svo vandasama hluti. 1 garðinum er á yfirborðinu kvæði utn Krist og lærisveinana í Grasgarðinum, en í raun og veru er það ísland, sem hér er að tala við syni sína. Var þá kallað er á sama hátt í aðra rönd- itia kvæði um það, þegar beðið var á Þingvöllum forðum daga eftir komu Árna Oddssonar frá Danmörku með gögn í máli föður hans, Odds biskups, en skírskotar að öllu leyti til nútímans, það er íslenzka þjóðin öll, sem bíður ei’tir komu einhvers þess, sem bjargi henni úr greipum hins er- lenda valds. Og Hamlet í samnefndu kvæði er hinn ungi Islendingur nú á þessum árum, séður frá bæjardyrum skáldsins. Og Snorri dregur upp skugga- legar myndir af högum lands og þjóðar; þessi orð leggur hann í munn Kristi í kvæðinu í garðinum: Sofið þið? jörðin er lostin remmu og lævi og ]og blysantia nálgast í þéttum bring um garðinn, hólmann í hafi lteims. ógnar og valds; um hin dinimu göng berst ys, hvískur, grár hlakkandi hlátur, hlekkir gjálfra, silfur skrafar við stál; álengdar rís og hnígur þúsundvængjaður þvtur þungaður feigð og kvöl. I'.n þetta kvæði, sem hefst með svo ískyggilegum orðum, endar í bjartsýnm trú, því það síðasta, sem Kristur er látinn segja, er þetta: Ett slandið ei ráðlausir rændir vorltuga, sjáið roða hækkandi sólar slá felmtri hin gráu rögn; enn er vegljóst, vakið’ í garðinum, trúið og vitið ég kem hingað aftur í friðhelgri tign.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.