Félagsbréf - 01.05.1960, Síða 26
24
FÉLAGSBRÉF
Það sem mér virðist skáldið eiga við cr þetta: Líf manns streymir fram.
tíminn er kyrr, eins og segir á öðrum stað í kvæðinu Mig dreymir við hrunið
heiðarsel. M. ö. o. allt er til, sem eitt sinn hefur gerzt, þess vegna er fuglmn
sem flýgur hjá enn á sama stað, um alla framtíð. Þetta er hugsun, sem
er utan við reynslusvið vort. metafýsikk. og tíminn er mér svo óræður, að
ég voga.mér ekki lengra út í þessa sálma, en vildi henda á þetta atriði öðr-
um til umhugsunar.
Náttúru-lýrikk Snorra er fögur sem fyrr, en hlærinn, sem hún skilur
eftir í hug lesandans, er nokkuð breyttur. málarinn í skáldinu er i'kki eins
einráður, náttúrulýsingarnar og hugúr skáldsins fléttast nánar saman, þ.e.a.s.
landslagið í sjálfu sér verður ekki eins áberandi hluti ljóðþins. skáldið
notar það í ríkara mtfli til að bera boð frá hugsud sinni. Og nátlúru-ljóðin
ráða ekki eins miklu um heildarsvip siðari bókarinnar og þeirrar fyrri, enda
þótt þess beri að geta, að Snorri notar mjög mikið skírskotanir til náttúrunnar
í ljóðum, sem fjalla um samtímann, og á þann hátt svífur hin mema skynjun
skáldsins á fegurð hennar hvarvetna vfir vötnunum.
Eg læt þá útrætt um síðari bók Snorra Hjartarsonar og vil ljúka þessu
erindi mínu með nokkrum orðum um 1 jóðform skáldsins og stöðu í íslenzkri
Ijóðagerð.
IV.
Ljóðform Snorra Hjartarsonar er svo mikið og margþælt efni eitl sér. að
um það mætti lialda sérstakan fyrirlestur. Hér verð ég því að láta nægja að
geta örfárra atriða, sem miklu ráða um yfirbragð Ijóða hans. Tungutaki,
hrynjandi og öllum blæ Ijóðanna verður skiljanlega aldrei lýst fyrir öðrum
að neinu gagni, hver og einn verður að skynja iþað sjálfur, þegar hann les
ljóðin eða heyrir þau flutt; og ljóðform Snorra er þannig vaxið, að sum
kvæðanna njóta sín bezt í upplestri, önnur ekki lil fulls nema lesin séu á
bók. t.d. ljóðið Á Gnitaheiði. sem er þannig að formi. að augað þarf að>
vera með í leiknum, þegar þess er notið.
Ég geri ráð íyrir, að Jónas Hallgrímsson sé fyrsta ljóðskáld ítýrri tíma á
Islandi sem yrkir samkvæmt ströngustu kröfum um mál og stíl, lætur tilviljun
engu ráða um orðaval, lveldur vegur hvert orð og metur. áður en það fær sinn
stað í kvæðinu. Eftir hans dag réð þó tilviljun og skyndiinnblástur úm of
í viðskiptum skáldanna við málið; en með Einari Benediktssyni og Þorsteini