Félagsbréf - 01.05.1960, Page 31

Félagsbréf - 01.05.1960, Page 31
JÖKULL JAKOBSSON: HERBERGI 307 SMÁSAGA Jjeir hímdu báðir við dyrnar og horfðu á ritstjórann ganga niður stigann, fleygja herbergislyklunum yfir borðið til stelpunnar við simann og stika í áttina að barnum. Einn þjónanna átti leið um og dokaði við til að halda dyrunum opnum meðan ritstjórinn gekk inn. Hann hafði ekki skotrað auga til símastúlkunnar en hún reis upp, tók lyklana og hengdi þá á réttan snaga. Um leið og hún settist aftur gjóaði 'hún augunum til mann- anna tveggja, þeir höfðu hímt þarna í bráðum klukkutíma. Sá minni hnippti í félaga sinn, herðabreiðan og nefstóran með hrufóttar vinnuhendur, hann var í bættri úlpu. Hann er farinn inn, sagði sá litli. Ég sá það, sagði sá stóri og horfði til dyranna. Hvað eigum við að gera? spurði sá litli. Hann var farinn að tvístíga og neri saman höndunum. Andskotinn, þetta er þín kelling en ekki mín, sagði sá stóri, klukkan er bráðum orðin níu og ég ekkert farinn að éta. Er hún ekki systir þín? spurði sá minni og var ofurlítið vonsvikinn. Eigum við að fara upp? Þú veizt vel við fáúm það ekki, anzaði sá stóri og gjóaði auga til síma- stúlkunnar, hún sat og las í blaði. Dyravörðurinn kom fram í brúnum einkennisbúningi sínum, hann nam staðar við horðið og hallaði sér fram á það einsog hann hefði ekkert sér- stakt fyrir stafni og ætlaði sér að spjalla við símastúlkuna. En í því kom frakkaklæddur maður með stóra gula skjalatösku í hendinni og hað um lvkilinn sinn, símastúlkan reis upp til að sinna 'honum og dyravörðurinn vék frá á meðan, hann ranglaði til mannanna tveggja. Hann vildi ekki láta trufla sig, svaraði dyravörðurinn, af hverju töluðuð þið ekki við hann þegar hann kom niður?

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.