Félagsbréf - 01.05.1960, Qupperneq 33

Félagsbréf - 01.05.1960, Qupperneq 33
FÉLAGSBRÉF 31 Eigum við þá ekki bara að koma heim? Nei, við skulum fara inná barinn. Stóri maðurinn hafði sagt þetta í ákveðnum tón en samt sem áður leið nokkur stund án þess að hann hreyfði legg né lið og litli maðurinn stóð líka kyrr og virti félaga sinn fyrir sér í gegnum gleraugun. Svo fóru þeir háðir inn á barinn þegar stóri maðurinn var búinn að koma úlpunni sinni fyrir í fatastúkunni. Þjónarnir horfðu á eftir þeim þegar þeir fetuðu milli borðanna í áttina að barnum. Sá stóri fór á undan. Hinn fylgdi svo fast á eftir að hann rak tærnar tvisvar í hæla hans. Ritstjórinn studdi olnboganum á barborðið og var að ráða krossgátu. Hann hafði varla snert á viskíglasinu fyrir framan sig og leit ekki npp þegar þeir komu inn. Það voru ekki aðrir gestir inni nema þrír ungir menn útí horni sem virtust skemmta sér vel. Barþjónninn hélt áfram að þurrka af borðinu eftir að tvímenningarnir komu inn. Þeir stóðu í nokkurri fjar- lægð og horfðu á myndir sínar í speglinum bak við barþjóninn. Ungu mennirnir þrír hlógu og það skvettist útúr glasinu hjá einum þeirra. Þeir voru að segja sögur úr bankanum þar sem þeir unnu. Loks var barþjónninn búinn að þurrka af horðinu og leit um öxl til tvímenninganna um leið og hann fór að pússa glös. Hvað var það? Þeir svöruðu ekki strax og litli maðurinn leit á félaga sinn spyrjandi. Sá stóri fálmaði með fingrunum einsog hann ætti bágt með að koma vinnu- lúnum höndum sínum fyrir í heiminum og loks tók hann það til bragðs að stinga þeim í vasann. Barþjónninn spurði aftur hvað þeir ætluðu að fá. Ekki neitt, við ætluðum ekki að fá neitt. Við verðum að panta eitthvað, sagði sá minni og lækkaði röddina. Sama er mér, þú getur fengið eitthvað handa þér, sagði sá stóri og starði sífellt á spegilmynd sína. Ritstjórinn fyllti út krossgátu án þess að líta upp. Hann notaði sjálf- blekung við krossgátuna. Ég ætla að fá sítrón, sagði litli maðurinn og fikraði sig nær barborðinu. Sítrón í hvað? spurði þjónninn, vodka, viskí? Bara sítrón, sagði litli maðurinn. Bara sítrón? spurði þjónninn og hætti að pússa glasið. Nú leit ritstjórinn upp, hann horfði fyrst á litla manninn, rólega, næst- um vingjarnlegu augnaráði, svo sneri han'n sér að barþjóninum og sagði:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.