Félagsbréf - 01.05.1960, Qupperneq 34

Félagsbréf - 01.05.1960, Qupperneq 34
32 FÉLAGSBRÉF Hann er nefnilega með slæma lifur. Konan hans sagði mér það. Barþjónninn beygði sig niður til að ná í sítrónflöskuna, ritstjórinn hélt áfram við krossgátuna. Ungu mennirnir þrír úr bankanum gerðu hlé á hlátrinum og horfðu allir á litla manninn. Stóri maðurinn kom alveg upp að borðinu, tók sér stöðu við hliðina á ritstjóranum og hélt áfram að horfa á mynd sína í speglinum. Það er hægur vandinn að ráða krossgátur, sagði hann. Þessi er nokkuð erfið, anzaði ritstjórinn og fékk sér sopa úr viskíglasinu. Sumir halda sér levfist allt, sagði stóri maðurinn, hann lagði hendurnar á barborðið, tók þéttu taki um brúnina og hvessti augun á sjálfan sig í speglinum. Barþjónninn rétti litla manninum sítrónið sitt yfir borðið. Tíu krónur, sagði þjónninn. Ég borga, sagði ritstjórinn, þetta eru mínir gestir. Ykkur er óhætt að biðja um hvað sem þið viljið. Ungu mennirnir þrír úr bankanum voru aftur farnir að segja sögur. Tveir Bretar komu inn og báðu um vodka, þeir voru að tala um gæsir, lax- veiðar og rigningu. Þeir spurðu þjóninn hvers vegna ekki mætti alltaf skjóta gæsir á Islandi. Þú heldur það sé nóg að vera hortugur og hræða svo fólk með þessu hlaði, sagði stóri maðurinn og horfði nú á ritstjórann, ég skal láta þig vita að það eru til fleiri blöð. Og það eru ritstjórar sem mundu taka grein um svínarí. Þú getur fengið inni í mínu hlaði, sagði ritstjórinn, þú mátt skrifa hvað sem þú vilt. Eg gæti lánað þér blýant og blað. Litli maðurinn var kominn uppað barborðinu hinumegin við ritstjórann. Barþjónninn reyndi að útskýra fyrir Bretunum hversvegna ekki mætti alltaf skjóta gæsir á íslandi. Þeir hlustuðu þolinmóðir á hann og kinkuðu kolli og hummuðu. Lofaðu henni að koma niður og tala við mig, sagði litli maðurinn, það' er allt sem ég bið um. Bara að tala við hana. Hún getur þá útskýrt málið fyrir mér. Bara að tala við hana. Ég vil ekki beita neinn valdi. Ég vil ekki fara í hart. Þetta er svínarí, sagði stóri maðurinn, við gætum kallað á lögregluna. Og við höfum talað við lögfræðing. Ritstjórinn lagði frá sér krossgátuna og saup á viskíinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.