Félagsbréf - 01.05.1960, Side 35

Félagsbréf - 01.05.1960, Side 35
FÉLAGSBRÉF Ykkur er velkomið að kalla á alla lögregluna. Því betra. Það er her- bergi 307. Ég bíð hérna á meðan. Ef einhver getur sannað að einhverjum sé haldið nauðugum á hótelinu, þá er ég hér. Mér leiðist þið. Þér á kannski eftir að leiðast meira, sagði stóri maðurinn, og það var aftur komið þetta þunga bylgjuhljóð í röddina. Það eru takmörk fyrir þvi 'hvað hægt er að ganga langt. Teddi, láttu mig fá annan viskí, sagði ritstjórinn og ýtti glasinu yfir borðið, og spurðu þennan sómamann hvað hann ætli að fá. Mér leiðist hann. Gefðu honum eitthvað róandi. Hann heldur svo fast um borðið með iþessum stóru höndum að ég er dauðhræddur um hann brjóti það. Það getur vel verið ég brjóti eittbvað annað, sagði stóri maðurinn þunglega. Litli maðurinn tvísteig á hina hlið ritstjórans. Ég vil ekki beita valdi. Ég vil ekki fara í hart. Við skulum bara ræða málið. Þú veizt kannski ekki að hún er tveggja barna móðir. Og krakkarnir hafa verið að spurja um hana. Og hvað átti ég að segja? Hvað varðar mig um .hvað þú segir einhverjum krökkum? Kg hef nóg að hugsa. Ég þarf að borga víxil á morgun. Litli maðurinn beit saman vörunum. Þú veizt kannski ekki að hún hefur alltaf verið mér trú? Ritstjórinn tók við viskí sjússinum og rétti þjóninum hundraðkall. Jú, ég veit allt. Ég veit líka að þú hefur slæma lifur og bónar bílinu fyrir forstjórann á laugardagskvöldum. Stóri maðurinn færði sig þétt upp að ritstjóranum: Þú lætur okkur hafa lykilinn að herberginu. Ég fer og sæki hana. Þetta svínarí skal ekki ganga lengur. Nú kom hópur manna inná barinn. Fólkið var að koma af kvikmynda- húsi og einn í hópnum endurtók eitthvað sem sagt var í kvikmyndinni og spurði hvort þetta hefði ekki verið helvíti gott. Jú þetta hafði verið helvíti gott. Og menn rifjuðu upp fyrir sér ýmislegt annað sem hafði verið hel- víti gott í myndinni. I hópnum var kona, há og grönn og hafði mjóa loð reim um hálsinn. Hún stiklaði á háhæluðum skóm til ritstjórans og heils- aði honum með handabandi og hló. Auðvitað ert þú hér, sagði hún og hélt áfram að lilæja. Og þú líka, sagði ritstjórinn. Já, auðvitað ég líka, anzaði konan og hló, mikið agalega vorum við að sjá spennandi mynd. Þú veizt þessa í Nýja bíó.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.