Félagsbréf - 01.05.1960, Síða 40
38
FÉLAGSB REF
ARCHIBALD MACLEISH er einna frem.'t-
ur í flokki núlifandi bandarískra ljóð-
skálda og nýtur mikils álits sem merki-
legur hugsuður. Verk hans hafa ávallt
vakið mikla athygli og styr, er þau hafa
komiö út, hann hefur aldrei farið troðnat
slóðir í skáldskap sínum, og um nafn hans
hefur aldrei verið hljótt.
Enda þótt MacLeish hafi aldrei hoðið
sig fram til þings eða annnarra opinherra
starfa, hefur hann eigi að síður haft tals-
vert mikil afskipti af stjórnmálum og þótt
mjög frjálslyndur í þeim efnum. Hann var
ákveðinn stuðningsmaður Franklins D.
Roosevelts og New Deal-stefnu hans, stari-
aði í utanrikisþjónustu Bandaríkjanna um
árahil og var aðstoðar-utanrikisráðherra um
skeið. Um sex ára hil var hann forstöðu
maður hins mikla þinghókasafns í Wasii-
ington, hefur starfað í þágu upplýsinga-
þjónustu Bandaríkjanna og verið formað-
ur amerískra sendinefnda á fjölmörgum
alþjóðaráðstefnum, sem fjallað hafa utit
nienningarmál, svo sem UNESCO. Er hann.
var aðstoðar-utanríkisráðherra var liantti
mjög gagnrýndur af ýmsum íhaldssömnm
hlöðum og stjórnmálamönnum, enda þótt
sú gagnrýni hafi í raun réttri verið gagn-
rýni á stefnu Roosevelts forseta engu siu-
ur en skoðanir MacLeish. Haft er fvrir
satt að hálreiður senator hafi við yfirheyrsi-
ur i einni hinna frægu þiugnefnda Banda-
rikjaþings heimtað af MacLeish að hanni
„ga>fi skýringu“ á sumum ljóðum sínum.
Þessi merkilegi og gáfaði talsmaður
frjálslýndisins er hámenntaður. Hann lauk
prófi í hókmenntum við Yale-háskólaim
árið' 1915, en var síðan hermaður í he.
Bandaríkjanna í Evrópu i fyrri heimsstyrj-
öldinni. Þá hóf hann lögfræðinám og lauk
prófi í iþeirri grein frá Ilarvard-háskóla.
Hann starfaði sem lögfræðingur um hríð,.
en fluttist svo frá heimalandi sínu skömmu
eftir 1920 og settist að í Evrópu eins og
margir fleiri rithöfundar og skáld þess
tíma, sem voru hvað mest óánægðir með
ástandið eins og iþað var þá vestra. —
Skömmu eftir 1930 sneri hann svo aftur
vestur um haf, og um það leyti varðí
hann doktorsritgerð, er fjallaði um enskai
miðaldahókmenntir. Hann er nú 68 ára
að aldri og nokkur undanfarin ár hefur
hann starfað sem prófessor við Harvard-
háskólann og haldið þar fyrirlestra um
ljóðagerð og helgað sig skáldskap sinum.
Ilann hefur tvívegis hlotið Pulitzerverð-
launin fyrir ljóð.
Grein sú, sem hér hirtist í íslenzkri
þýðingu, var upjihaflega flutt aí höfund-
inum sem Gideon Seymour-fyrirlestur við
háskólann í Minnesota, en birtist siðait
í greinarformi i handaríska tímaritinu
Atlantic Monthly. Vegna þrengsla i Félags-
hréfum hef ég því miður neyðzt til þes>
að stytta greinina nokkuð. Þvð.