Félagsbréf - 01.05.1960, Qupperneq 44

Félagsbréf - 01.05.1960, Qupperneq 44
42 FÉLAGSBRÉF á rósa-máli rekur sögur þær, sem rista dýpra en skáldsins stuðlaljóð. (Þýð. Helga Hálfdanarsonar). Hvað mér sjálfum við kemur, þegar leita á uppi prófsteina sem þessa, þá dettur mér alltaf í hug Ijóð, sem ég get ekki lesið, ort á máli, sem eng- inn lifandi maður getur lengur borið fram — ljóðið, sem Wu Ti keisari í Kína orti á annarri öld fyrir Krists burð í minningu um látna ástmey sina og hjákonu, Li Fu Jen. Þýðing Arthurs Waleys er þannig: Hljóðnað er skrjófið í silkisamfellu hennar. Rykið feykist um marmarastéttina. Autt herbergið hennar er kalt og hljótt. Fallið lauf safnast að dyrunum. Ég þrái þessa fögru konu. Hvernig get ég fengið kvalið hjarta mitt til að hvílast? En hvert sem það ljóð er, er fyrst kemur í huga þinn, mun ég spyrja þig einnar spurningar: Virðist þér ljóð þitt, eins og þú hugsar það í ímynd un þinni, hafi verið „skapað“ í sama skilningi og vér notum það orð um at- burðina, sem sagt er frá í fyrstu hók Móses? Er ekki öllu heldur um að ræða val og skipan atburða, á sama hátt og um er að ræða val og skipan atburða á sviði sagnfræði og blaðamennsku? Valið er vissulega annars eðlis: í ljóða- smíð verða oft og einatt fyrir valinu atburðir, sem sagnfræðinni þykja of lítils verðir til að eyða nokkru púðri á og blaðamaðurinn hefnr engan tíma til að eiga við, því að hann þarf að flýta sér að Ijúka frásögn sinni. Skipulag þeirra brota, sem fyrir valinu verða, er einnig öðruvísi. I ljóð- um er oft skipað saman þeim alburðum, sem sagnfræðin léti sér aldrei detti í hug að skipa saman, sökum þess hve bundin luin er kenningunni um orsök og afleiðingu, og blaðamaðurinn getur .ekki heldur notað þetta efni, því að mál hans verður umfram allt að vera skýrt og auðskilið'. 1 ljósi sögunnar biðjast menn ekki fyrir meðal blóma vallarins, ef þeir hafa nokkra umhyggju fyrir því, í hvaða ljósi eflirkomendurnir sjá þá, og í blaðamennsku hljómar öll sorg og sút eins og hvert annað kjökur, en ekki eins og fallið lauf við dyraþrepið eða þögnin, eftir að skrjáfið í silkinu hefur hljóðnað — þögnin eftir að hljóðið er hætt. Segjum þá að allt þetta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.