Félagsbréf - 01.05.1960, Side 45

Félagsbréf - 01.05.1960, Side 45
félagsbréf 43 sé rctt — segjum einnig að bygging og skipulag orðanna í ljóðagerð sé geysifrábrugðin, miklu skipulegri og ómælanlega strangari en skipun orð- anna í óbundnu máli blaðamannsins eða sagnfræðingsins — en leiðir virki- 'ega af þessu, að vér getum brúað þá djúpu gjá, sem vér höfum grafið mill- nin hugtakanna ljóðagerð og blaðamennska með því að kalla ljóðagerð skapandi list? Ég er hræddur um ekki. Ég mundi segja, að ef einhver okkar grannskoð- aði eitthvert ljóð eða einliverjar blaðagreinar, kæmist hann að þeirri niður- stöðu, að muninn á þessum verkum, hversu mikill sem hann kann að vera, er hreint ekki hægt að skýra á grundvelli sköpunar. Hvort tveggja þessara hugsmíða er endursköpun, og á þeim er aðeins stigsmunur, en ekki eðlfs- munur, því að í báðum greinum er efniviðurinn hin mannlega reynsla vor af heiminum og hvert af öðru. Og á þessu tvennu er heldur ekki neinn grundvallarmunur að því er varðar aðferð eða jafnvel tilgang, þar eð virinu- aðferðin við ljóðagerðina og blaðamennskuna er raunverulega sú sama, *neð öðrum orðum sú að framkvæma val úr ruglingslegu formleysi reynsl- unnar, og tilgangurinn er samur í báðum greinum, skrásetning brotanna, ^em valin eru, í því samhengi að úr þeim fáist einhver skilningur. Það er að sjálfsögðu alveg rélt, að lesandinn leggur ekki sömu merkingu ■°g skilning í brotin, sem skáldið fellir saman í ljóð, og þau sem blaða- maðurinn fellir saman í frétt eða króníku. Engum blaðamanni í Bandaríki- unum kæmi nokkurn tíma til hugar að segja frá skilnaðarmáli og reynslu sinni af því á sama hátt og skáld segði frá því í ljóði. Og hið gagnstæða er uð sjálfsögðu einnig augljóst. Sá skilningur, sem blaðamaðurinn leggur í hí eins manns og einnar konu, eð'a líf eins manns og tveggja kvenna, er ekki eðlilegur og jafnvel ekki sannur. þegar fara á að semja ljóð um slíkt viðfangsefni. Aftur á móti verður því ekki móti mælt, að bæði sonnettur Shakes]>eares og fréttagreinin um hjónabandið, sem fór út um þúfur, eru tilraunir til endursköpunar á smámolum og brotum, sem valin hafa verið ur ringulreið mannlegrar reynslu í þeim tilgangi að mynda úr þeim ein- hvers konar skipan, sem geri þau skiljanleg lesandanum. í öðru dæminu ina vera, að tilgangurinn sé aðeins sá að gera þetta skiljanlegt mannlegri forvitni, en í hinu dæminu er hann augljóslega sá að ná til mannlegra v,tsmuna og greindar á því stigi, sem lnin nær hæst að skynjun og lífsanda: sonnettur Shakespeares fela í sér undirtón kaldhæðninnar, sem einungis hið

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.