Félagsbréf - 01.05.1960, Page 56

Félagsbréf - 01.05.1960, Page 56
54 FÉLAGSBRÉF að þýða kafla úr stuttri ritgerð um sögu félagsius eftir ritstjóra tímaritsins Scandinavian Studies, Walter Johnson, er hann birti í febrúarhefti þessa ár^-: Uppörvandi þróun hefur orðið. St.Ólafs skólinn í Northfield og Augustana skólinn í Rock Island hafa sannað oss rækilega, að dagar norrænna mála við menntaskóla (colleges) Norðurlandanna vestan hafs þurfa ekki að ven taldir. Námsskilyrði við háskólana t.a.m. í Chicago og Los Angeles hafa verið efld, og við Californíuháskóla í Berkeley lrefur raunverulega stór- mikið á unnizt. Hefur þar verið komið upj) á stuttum tíma öflugri deild með nokkrum mjög frægum kennurum. Takist þeim að fylgja eftir þeirri áætlun, sem þar er á döfinni, og fái þeir liæfa nemendur, er nevta þeirrar að- stöðu, sem þeim hefur verið’ búin, er engin skynsamleg ástæða til að ætla annað en félagi voru heppnist á því skeiði, sein framundan er, að gera verulegt átak til eflingar norrænum fræðum í Vesturheimi. Þegar blaðað er í tímariti félagsins eða skoðaðar skýrslur um hina árlegu. fundi þess, verður ljóst, að íslenzk fræði, forn og ný, hafa átt og eiga enn marga unnendur og formælendur í Bandaríkjunum. Nefni ég sem dæmi. að af fimmtán erindum, er flutt voru á 50 ára afmælisfundi félagsins í Chicago. 6. og 7. maí fjölluðu fimm um íslenzk efni eða efni í órjúfandi tengslunt við íslenzkar bókmenntir. Ég birti til fróðleiks heiti umræddra efna og fyrirlesara þeirra: Próf. Lee M. Hollander (Texasháskóla): Munnmælasnið Hamðismála (The Legendary Form of H). Próf. Gösta Franzen (Chicagoháskóla): NokkuY- vafaatriði Laxdæla sögu. Próf. Paul Schach (Nebraskaháskóla): Athuganir á hinni íslenzku þjóð- sögu um Tristram og Isodd. Próf. Loftur Bjarnason (U.S. Naval Postgraduate Scliool) : H. K. Laxness og raunsæisstefnan. Próf. Richard Beck (háskóla Norður-Dakota): Lífsskoðun Gunnars Gunn- arssonar og sagnfræðilegar skáldsögur hans. Þessi stutta grein er rituð til þess rétt að vekja athygli manna á íslandi á merkilegu starfi, sem unnið hefur verið um hálfrar aldar skeið til eflinga' norrænum fræðum í Bandaríkjunum, starfi, sem heimaþjóðunum öllum bei að gefa verðskuldaðan gaum og styrkja eftir föngum.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.