Félagsbréf - 01.06.1961, Page 5
En við íslands allar síðan
aldir bundið nafn þitt skal —
þannig kvað Gísli Brynjúlfsson um Jón Sigurðsson vorið 1851, og hefur
spádómur sjaldan rætzt svo bókstaflega á íslandi, enda var stundum
því líkast sem Gísli hefði sagnaranda. Nokkrum vikum síðar sat Jón for-
seti þjóðfundinn, og var þá skorið úr um forystu hans í sjálfstæðisbaráttu
íslendinga.
Annars virðist mega ætla, að þeir, sem gerst þekktu Jón Sigurðsson,
hafi fljótt haft hugboð um, til hvaða hlutverks hann var borinn. Þurfti
þar ef til vill ekki mikla skarpskyggni til, því að við augljósa forystuhæfi-
leika bættist snemma gífurlegur áhugi hans á velferðarmálum þjóðarinnar.
„Honurn var allt höfðinglegast gefiS,“ sagði Gísli Brynjúlfsson um hann
löngu síðar og heimfærði upp á hann orð Njálu um Flosa. Yar Gísli
þá orðinn andstæðingur Jóns og hefði áreiðanlega látið þetta ósagt, ef
honum hefði ekki fundizt það réttmæli. Enda hitti hann víst naglann á
höfuðið þarna. Er mér eigi grunlaust, að þessi orð hafi átt enn betur við
um Jón Sigurðsson en þann, sem þau voru í fyrstu ætluð.
Á signetið, sem íslendingar í Höfn færðu Jóni forseta að gjöf vorið
1851, er letrað: Eigi víkja.. Það var kjörorð hans og því fylgdi hann alla
tíð. Afstaða hans var hrein og afdráttarlaus, og hann veik aldrei frá
sannfæringu sinni. Þess vegna var hann traustari og sterkari en aðrir menn.
Allt miðaði þannig að einu um Jón forseta, — hann hlaut að verða þjóð-
hetja íslendinga. Og nú, þegar við höfum eignazt þjóðhátíðardag, hlýtur
°kkur að finnast það góð tilviljun, að Jón forseti skyldi einmitt vera
fæddur á þéim tíma árs, þegar fegurst er á íslandi og okkur er hentugast
að halda þjóðhátíð. Fyrir því hlutum við að stofna lýðveldið á afmælis-
degi hans, sem við gerðum þá um leið að þjóðhátíðardegi. Varð það til
þess, að spádómur Gísla Brynjúlfssonar 1851 rættist enn rækilegar en ella.
Um þessar mundir eru liðin 150 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar.
Hans verður vitaskuld minnzt veglega um allt land. En ytra skraut er
ekki aðalatriði, heldur hugarfar hvers einstaklings. Minningu Jóns Sig-
urðssonar verður ekki sýndur verðskuldaður sómi á 150 ára afmæli hans
Uema sérhver íslendingur heiðri hann í hjarta sínu. Og það held ég, að
hver og einn fái bezt gert með því að leitast við að kynnast sem nánast
Uíanninum Jóni Sigurðssyni, gera sér sem Ijósasta grein fyrir persónu hans
°g lyndiseinkunn, áhugamálum og ævistarfi. Slík viðkynning mundi vissu-
lega svara fyrirhöfn og vel það.
Eiríkur Hreinn Finnbogason