Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 7

Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 7
félagsbréf 5 ef guð lofar. Ég vona nú til þú misvirðir það ekki við mig, þó svona færi í þetta sinn. Mér þykir mikið, að ég get nú ekki sent þér nema þennan gamla vana — nálftunnuna með riklingarusli og mamma ost og ullarposann. Þetta sendi ég nú með Johannsen. Það er þér nú af mér að segja, að mér líður meinlítið, það sem heilsu- far mitt snertir, og börnin dafna vel öll og eru elskuleg eftir vonum. En búskapur verður mér kostnaðarsamur; það liefur og svo verið mikið hart í ári hér, aflalítið frá sjó í vor og kornvöruskortur, því reiknings- mennirnir ganga fyrir að taka matvöruna. Svo það er nú mánuður síðan að ekkert korn fæst í kaupstaðnum hér, svo ég held ég fái lítið, ef kaup- maðurinn á Suðureyri getur ekki hjálpað mér með það, sem mig vantaði til. Mér gengur svo illa að koma upp fénu, ég missti í vetur 20 í bráða- sótt, allt ungt og fallegt, en það eldra og lakara lifði af. Ekki hefi ég ásett samt að umbreyta hag mínum, meðán gamla fólkið lifir og börnin eru að stálpast dálítið, hvurninn sem guð minn góður lætur það lánast mér. Þórdís mín biður ástsamlega að heilsa bróður sínum, nefnilega þér, og þakkar þér fyrir sendinguna og signetið. Hún er nú komin til Suður- eyrar og fór þangað í vor í þeim vændum að eiga Jón Þorleifsson, en ekki veit ég, hvurt þau giftast í haust. Hún kannske skrifi þér nú til með Þétri Lassen. Hún biður þig nú, elskulegi bróðir, að útvega sér baug með nafninu sínu á og senda hann til mín. Ég ætla að biðja þig að láta mig fá dálítið af kálfræi, næpur og kál, rapí undir jörð. Þeir eru nú nýbúnir að fiska hvalkálf í Arnarfirði. Bjarni Símonarson er hvalamaðurinn. Símon liggur einlægt, nú komin senn 3 ár, með slögum °g miklum bágindum. Þorbjörg er nú búin að leggja af sér búskap, og Páll er tekinn þar við búsráðum að Dynjanda. Hann á fyrir konu Sigríði dóttur Jóns Bjarnasonar, sem var í Stapadal. Ég man nú ekki meira að rugla við þig í þetta sinn. Ég átti eftir að sPurja þig, hvurt ég á að gjalda sýslumanni fasteignarskattinn gamla, þeg- ar ég geld alþingistollinn. Þú segir mér það, elskan mín, þegar þú skrifar ^tér aftur. Mamma biður að heilsa þér. Hún er eftir öllum vonum, hún kemst °fan enn, þegar hún vill, og hún sér á bók með gleraugum og er nú senn ^6 ára. Hana er nú mikið farið að langa heim, blessaðan aumingjann. Hrólfur og Karítas eru nú bæði orðin lasin. Þó hefur hann farið til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.