Félagsbréf - 01.06.1961, Qupperneq 8
6
félagsbréf
sjóar á vorin, þar til í vor, nieð annarra tilstyrk. Þau biðja að heilsa þér.
Ég kveð ykkur þá, elskulegu hjónin bæði, með öllum börnunum virðing-
arfullri þakklætiskveðju, og ég vona til, að ég fái að sjá og umgangast með
ástvinum mínum i því komanda lífi, þó þeir verði mér svipulir hér í þessu
baráttusama lífi. Nú er ég orðin svo, að ég græt nú aldrei nema einhvurn
tíma snöggvast, og veit ég þó að þú manst, að ég var skælubarn. Ég slít
mig nú frá að tala við þig, elsku bróðir. Guð minn góður láti ekki ólaun-
aðar velgjörðir þínar við mig, og nú sendi ég þér Sigga minn, ef við lif'
um, eða þú lifir, að sumri með Christensen, hvurt hann vill eða ekki.
Hann er nú farinn að verða nokkuð stilltur, þegar ekki er margt saman,
en ekki get ég eiginlega sagt þér, til hvurs þeir eru lagaðastir, nema ef það
er til siglingar og veiðiskapar — það sem þeir sjá og heyra oftast talað um.
Siggi er nú á 7-da ári, en á 8-da verður hann, þegar hann kemur til þín-
Ekki veit ég, hvað ég á að gjöra af hókaruslinu, sem hér er. Hann Jens
minn tók svo lítið af þeim dönsku og latínsku.
Ég kyssi þig svo, elskuleg. oróðir, einlægum ástarkossi og vil jafnan
finnast þín —
ÉIsKandi systir til dauðans
Margrét Sigurðardóttir.
Kaupmannahöfn þann 13-da Oct. 1852.
Góði ástvin,
Svo er enn hjá mér búþröngt, að konan segir mér að miðdegisverður se
engi til og Steven hafi farið svangur í skóla; vissi ég að vísu vel í g*r'
kveld, að svona var ástætt, en ég vænti eftir hréfum erlendis frá í dag, og
þau komu ei þessu sinni. — Þau áttu að koma um miðbil mánaðarins, —'
nú veit ég ei með vissu, hvað þeim þykir vera miðhil í Skotlandi.
Langur er að vísu reikningur minn hjá yður; og þó kann ég um sinn
engin önnur úrræði en að hiðja yður lengja hann, ef þér möguliga getið
með 5 eða 10 dölum — ég get ei með fullri vissu ætlazt á, hvenær mið-
bilið sé.
Nú sendi ég Steven með þetta upp á turn og bið um svar sem skjótast.
Tuus totus
Th.G.Repp
Það sem mér er mest til glaðværðar í dag er að ég þó fékk bréf fra
Önnu litlu.