Félagsbréf - 01.06.1961, Síða 13
Galdranornin.
Litlcr bergfuran er rytjuleg,
barrið er úfið eins og hárið á dóttur minni,
hún grœtur af einstœðingsskap sínum,
ógreidd í nepjunni.
Hún er eins og galdranorn,
þcer voru alltaf ógreiddar,
með lýjulegt, flaksandi hár
eins og elztu menn muna.
Sonur minn tók ástfóstri við hana.
Hann telur víst, að henni þyki sœlgceti betra
en tað,
þess vegna leysti hann upp brjóstsykur
°g hellti að rótum hennar.
En þegar stormurinn kemur á harðahlaupum
°g þýtur yfir túnin með bcegslagangi,
íer drengurinn og scekir galdranornina
°g lcetur hana í hús til þess hún brotni ekki.
•^ar er hún eins og lítið skessubarn,
^jög ljót, en ákaflega töfrandi.
■^ún liggur út af eins og hún hafi gleymt sér,
Hiðscel á svip, með hárið ofan í augum.