Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 16

Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 16
14 FÉLAGSBRÉF holti, og árið 1647 sótti hann um leyfi Friðriks 3. Danakonungs til þess. Þar ætlaði hann að láta prenta íslenzk fornrit með latneskum þýðingum- Því miður kom Brynjólfur ekki fram þessari ætlun sinni, og hefur hann séð fram á, að ekki væri um að ræða prentun fornrita annars staðar en í Dan- mörku. Árið 1662 sendi hann konungi Sæmundar-Eddu að gjöf ásamt öðr- um handritum, eflaust í von um, að þau yrðu prentuð. Þó varð löng bið á því, þar sem útgáfa meginhluta Eddukvæða hófst ekki fyrr en árið 1787, en eftir að þau urðu kunn, gerðist frægð þeirra brátt mikil. í Danmörku hlaut bókin nafnið „Codex Regius“, Konungsbók. Hefur hún verið í konunglega bókasafninu danska, Gl.kgl.sml.2365,4to. Erfitt er að rekja sögu Konungsbókar á fyrri öldum. Talið er, að hún muni vera skráð á síðari hluta 13. aldar, og er sú ályktun dregin af staf- setningu og leturgerð. Ýmis atriði, t.d. lestrarvillur, benda þó greinilega til þess, að þessi bók sé ekki handrit þess manns, er safnaði kvæðunumj heldur muni hún vera rituð eftir annarri glataðri. Margt hefur verið ritað um hið týnda frumrit Konungsbókar, og hafa ýmsar ólíkar kenningar kómiÖ fram. Norski prófessorinn D.A.Seip hefur rannsakað vandlega stafsetningu og rithandarsérkenni bókarinnar og bent á ýmis norsk einkenni. Dregur hann af þeim þá ályktun, að kvæðin séu öll norsk að uppruna og Islendingur hafi skrifað þau upp eftir norsku forriti. Eigi Konungsbók rætur að rekja til þeirrar uppskriftar. Eflaust mun vera langt frá því, að síðasta orðið hafi verið sagt um þetta atriði, en flestir munu þó telja norsk einkenni Konungsbókar stafa frá auknum norskum áhrifum á Islandi síðustu ára- tugi 13. aldar. Fátt er vitað um sögu Konungsbókar, frá því hún var skráð í sinni nú- verandi mynd, þar til hún barst í hendur Brynjólfi biskupi. Á einum stað er krotað í bókina nafnið Magnús Eiríksson. — Ekki er vitað með vissu, hver það hefur verið, þó að getgátur hafi komið fram um það- Bókin mun að líkindum hafa verið heil og óskert allt fram í byrjun 17- aldar, en er hún komst í eigu Brynjólfs biskups, var týnt úr henni eitt kver, og er það mikið tjón. Það sem varðveitzt hefur af Konungsbók, eru 45 blöð, hvert 19x16 cm að stærð. Talið er, að 8 blöð hafi glatazt. Öll er bókin rituð af sama skrifara. Að efni til skiptist Konungsbók í tvo hluta, goðakvæði og hetjukvæði- Leitazt er við að skipa goðakvæðunum niður eftir efni, svo að kvæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.