Félagsbréf - 01.06.1961, Page 21

Félagsbréf - 01.06.1961, Page 21
félagsbréf 19 Hér skýrir Santayana frá því, eins og hann væri spámaður — heitið ný- gagnrýni var ekki einu sinni komið í notkun á þessum árum — hver áhrifin og árangurinn verður af of mikilli hollustu við vísindalegar aðferðir, eink- um að því er snertir minnkandi áherzlu á mikilvægi sálarlífsins og hversu mjög það er háð fegurðarskyni mannsins. Hér verður með öðrum orðum vart áhrifa af „vísindalegri gagnrýni“. Breytingin verður aðsópsmeiri í Bandaríkjunum en Englandi, því að enda þótt tveir hinna fyrstu nýgagn- rýnenda hafi verið Englendingarnir, I. A. Richards og William Empson, þá er það fyrst og fremst í Bandaríkjunum, sem þessi stefna hefur náð yfirráðum í ríki gagnrýninnar. Almennt eru menn sammála um, að stefnan hafi haft áhrif, einkum fyrst í stað, kenning hennar orkaði þá sem hressandi og bætandi lyf. Undan- gengna áratugi höfðu allt of margir gagnrýnendur einskorðað hlutverk sitt við heimspekilegar, sögulegar, félagslegar og móralskar umsagnir, en brugð- ust þeirri skyldu sinni að fjalla um ljóð, leikrit eða skáldsögu út frá þeirri forsendu, að það væri fyrst og fremst listaverk og ætti því að vera metið út frá fagurfræðilegu (estetisku) sjónarmiði. Það er af þeim ástæð- um, að nýgagnrýnendurnir krefjast „hreinnar“ gagnrýni á bókmenntalegu Hstaverki, gagnrýni, sem er með öllu ópersónuleg, óhlutlæg, jafnvel vís- indalega nákvæm skilgreining á innri hyggingu verksins, myndrænu inni- haldi þess og líkingum. Þess sem eldri gagnrýnendur höfðu nefnt „merk- mgu“ ljóðsins, skyldi nú leita í byggingu þess og líkingum; siðfræðin átti þar engan hlut að lengur. Gagnrýnandinn átti að ganga til verks af sama tilfinningaleysinu og hann væri að skilgreina samsetningu vélar. Ekki skyldi heldur miðað við neina „almenna mælistiku snilldarinnar“, jafnvel ekki neinn siðfræðilegan stuðul: sérhvert ljóð eða skáldsaga var ákveðið og einstakt fyrirbæri, „sem ekki gat hlýtt neinu öðru en sínu eigin og sjálfskapaða lögmáli.“ Á ljóðið var litið þeim augum, að það væri miklu fi'emur afsprengi undirvitundar skáldsins en skýr „sjálfstjáning,“ sem skáldið væri sér fyllilega meðvitandi um. — Gagnrýnendum viktoríutíma- Hilsins hætti við að skýra ljóð að nokkru leyti á grundvelli þess, hvað vitað var um höfundinn; nýgagnrýnendurnir byggðu skýringar sínar á höfundinum (ef þeir létu sér hann þá nokkru varða) að meira eða minna leyti á, hver hin ósjálfráðu, skáldlegu viðbrögð hans voru. Auðvitað var gagnrýnandinn miklu betur settur en höfundurinn til að dæma um það, hvort ljóðið liafði tekizt vel eða illa. Nýgagnrýnendurnir héldu því fram,

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.