Félagsbréf - 01.06.1961, Síða 25

Félagsbréf - 01.06.1961, Síða 25
FÉLAGSBRÉF 23 ranglega talið verk hans til bókmennta. Ef sú djúphygli og skarpskyggni, sem Freud og verk hans fela í sér, hafa gætt okkur auknum skilningi á því, hvernig bókmenntaleg listaverk verða til, þá er alls ekki þar með sagt, að kenningar hans skapi fullgildan grundvöll fyrir nýju mati á listrænu gildi ljóðs eða leikrits. Hvert sem upphaf þess er í hugskoti höfundarins, þá er sérhvert listaverk, þegar allt kemur til alls, tæknileg smíði, sem hann er sér fyllilega meðvitandi um, tilraun til þess að fella mannlega reynslu í listrænt og fagurt form og þannig, að aðrir fái skilið hana. Og frá þeim forsendum hljótum við að dæma það og túlka, að minnsta kosti að nokkru leyti. Öfgar þeirra gagnrýnenda, sem byggja um of á kenn- ingum Freuds, munu að lokum koma þeim sjálfum í !koll. Það hefur verið allt of mikið gert úr þeim ástríðum og sálrænum átökum, sem kennd hafa verið við þá Oedipus og Orestes, og sama máli gegnir um kynferðislega útúrdúra og hvers konar afbrigðilega sálsýki. — Gagnrýnendur þessir hafa þótzt finna táknmyndir um kynferðislegar ástríður í verkum þeirra höf- unda, sem sjálfir að minnsta kosti hefðu orðið furðu lostnir af að sjá verk sín skilgreind á þann hátt. Þekktur amerískur bókmenntagagnrýnandi síðari ára hefur slegið því föstu, að kynvilla sé einn meginþráðurinn í mörgum nítjándu aldar verkum amerískum, þar á meðal bókum slíkra „sakleys- ingja“ sem þeirra James Fenimore Cooper og Mark Twain. Getur nokkur ímyndað sér þá Natty Bumppo og Huckelberry Finn sem dæmi um kyn- villinga? Annar gagnrýnandi hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að skáld- saga Henry James Sendilierrar (Ambassadors) væri dæmigert „skáldverk um getuleysi til harnsgetnaðar (impotens).“ Hin hugvitsamlega athugun Richard Chase á verkum Hermans Melvilles hefur leitt í ljós ýmsa smærri, sjúklega eiginleika í persónuleika höfundarins að Moby-Dick. Nathaniel Hawthorne á að hafa verið gagntekinn af sifjaspellum í verkum sínum. Hin snjalla ritgerð Ernest Jones um Hamlet Shakespeares fjallar mikið um sálræn og andleg umbrot hjá höfundinum, en ræðir lítið sem ekkert þau vandamál stíls og forms, sem hann átti við að etja. Á hinn bóginn eru ýmsar niðurstöður þeirra gagnrýnenda, sem hallast að því að notfæra sér kenningar Freuds til skýringar á skáld- Verkum, fullkomlega lögmætar, ef svo mætti segja. Skýringar Newtons Árvins í þá átt, að ástríða Ahabs skipstjóra í sögunni um Moby-Dick sé lýsing á tvíræðri feigðarför, þar sem hvíti hvalurinn Moby-Dick sé „ímynd hins drottnunarfulla foreldris“, eru að sjálfsögðu náskyldar því tema, sem

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.