Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 27

Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 27
FÉLAGSBRÉF 25 þau nefnast, hljóta að hafa sínar takmarkanir. Elizabeth Drew hefur einna bezt skilgreint þær takmarkanir, sem þessari afstöðu til gagnrýn- innar eru settar, en hún segir: „Sérhver afstaða til ljóðagerðar, sem byggist á sálarfræði, virðist að nn'nu viti eiga sér mjög skammt ]íf fyrir höndum. Sálarfræðin getur vakið ýmsar spurningar um það afl undirvitundarinnar, sem að verki er í allri tagurfræðilegri skynjun, en hún getur ekki snert listaverkið sjálft, og hún gelur ekki gert greinarmun á góðri list og vondri.“ Þá hafa margir kvartað undan því, að jafnvel þegar nýgagnrýnend- urnir eru e“kki önnum kafnir við að kafa í sjúkleg djúp sálarfræðinnar, þá freistast þeir oft til þess að leggja út í langar og flóknar útskýringar á hugsunar- og rökfræði sinni og komast iþá venjulegast að niðurstöðum, sem verða aðeins nefndar hjákátlegar og fjarstæðukenndar. Sem dæmi má 'iefna, að tilraunir March-fjölskyldunnar til þess að finna sér húsaskjól í New York-borg (í skáldsögu William Dean Howells, A Hazard of New I' orlunes) hefur verið útskýrð sem nútíma dæmi liins aldagamla tema um leit mannsins að samastað, eða líking um dvöl ættflokka Gyðinga í eyði- mörkinni, eða tákn um það, að s'káldið og menntamaðurinn eigi hvergi höfði sínu að halla — þó þetta hafi „í raun og veru aðeins verið leit að húsnæði,“ eins og bent hefur verið á. — Kynferðislegar tákn- 'nyndir hafa fundizt í hinu einfalda lijarðljóði Roberts Frosts Birches (Birkitrén). — Einn gagnrýnandi hefur haldið fast fram þeirri skoðun, að í þremur merkustu verkunum, sem Henry James samdi rétt fyrir og eftir aldamótin, hafi hann byggt á mjög flókinni allegoríu, sem eigi ættir að rekja til Svedenborgs. Ef gagnrýnandinn fann þessa merkilegu dæmi- sogu, þá hefur hann sjálfur sett hana inn í þessi verk James. Það kemur "efnilega oft og einatt fyrir ýmsa nýgagnrýnendur, að þeir lýsi eða túlki sjálfa sig meir en höfundinn. Sú saga hefur gengið víða um Bandaríkin að undanförnu, að sálfræðingur nokkur hafi tekið að sér að grafast fyrir °g skilgreina þá sálrænu veikleika, sem ungur maður einn átti við að stríða. Hann sýndi honum fjórar eða fimm geómetrískar teikningar, hverja u eftir annarri — ein þeirra sýndi ferning, önnur keilu, sú þriðja heil- ^ring, o.s.frv. — og spurði hann sjúklinginn hverju sinni, hvað hver mynd §*fi honum til kynna. Pilturinn svaraði ávallt: „hún minnir mig á kynlíf.“ Sálfræðingurinn leit alvarlega á sjúklinginn og sagði: „Ungi maður, ég Verð að skýra yður frá því, að þér eruð gagntekinn af hugsunum um kyn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.