Félagsbréf - 01.06.1961, Síða 28

Félagsbréf - 01.06.1961, Síða 28
26 FÉLAGSBRÉF ferðislífið.“ Svar hans kom sálfræðingnum mjög á óvart: „Ég? Ég gagn- tekinn af hugsunum um kynferðislífið? Hver var það sem gerði þessar teikningar?“ Og þessi skopsaga er alls ekki laus við skírskotun til nútíma gagnrýni. Cleanth Brooks, höfundur hinnar snilldarlegu ritgerðar The Language oj Paradox, uppgötvar jafnvel kynferðislegar aukaraddir í kvæði Grays SorgairljóS í sveitakirkjugarSi, og leggur af sérstakri áfergju út af ljóðlínunni „margt eitt blóm er borið til að roSna í einverunni.“ Þess hefur verið getið til að Akkilles hafi dregið lík Hektors umhverfis Tróju- borg hina fornu sökum þess að „í Illionskviðu má finna ótalmörg hring- tákn — skildi, hjól og stríðsvagna og önnur hringlaga mynztur.“ Saul Bellows lætur í ljós fremur kaldhæðnislegt álit sitt á Iþessari hugvitsam- legu túlkun: „Ég sem hafði ávallt haldið, að hann hefði gert þetta sökum þess, hversu reiður hann var.“ Stundum leiðir hið tæknilega málfar gagnrýnendanna, sem Freud er óbeint ábyrgur fyrir, þá út í öfgar. Fyrir skömmu gagnrýndi Edgar Johnson nýja bók um Charles Dickens og verk hans — en Johnson hefur sjálfur ritað allmerka bók um Dickens, — og þar finnur hann hvöt til þess að láta í ljós eftirfarandi ummæli um hið sólbjarta meistaraverk húm- orsins, Pickwickbréfin: „Er lir. Pickwick hefur einu sinni skotið upp koll inum úr hinum örugga móðurkviði Pickwickklúbbsins til þess að litast um í heiminum, verður hann skjótlega fyrir brögðum hr. Jingles, heimsku og mútuþægni laganna þjóna og niðurlægandi þjáningum Fleetfangelsisins. Frá þessum skelfingum hverfur hann í fyrstu inn í einveru fangaklefans og loks snýr hann nær alveg baki við heiminum og sezt í helgan stein.‘ Slík ummæli sem þessi eru svo fjarri öllum anda og tilgangi verksins að þau mega teljast með öllu röng og skaðleg. Náskylt þessu atriði er sú hætta, að þessi tegund gagnrýni grafi undan mati á gildi bókmennta almennt, að minnsta kosti um nokkurt skeið. Þessir gagn- rýnendur hafa tilhneigingu til þess að verða þjónar sinna eigin hleyp1' dóma. Svo virðist sem að nokkrum tíma liðnum geti þeir ekki sætt sig við neina Ijóðagerð, sem ekki gerir tilkall til hinnar sérstöku „vísinda- legu“ gáfu þeirra. Þeir virðast hrifnastir af Ijóðum, sem samin eru eins og „gátur“. Oft er þetta annars flokks skáldskapur eins og mikill hluti af því, sem Ezra Pound hefur látið frá sér fara. Jafnvel fagra ljóðagerð eins og ljóð Hart Cranes ViS gröf Melvilles — geta þeir því aðeins viður- kennt, að hún sé „flókin“ í formi. Þeim Ijóðum, sem eru einföld og skýr

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.