Félagsbréf - 01.06.1961, Side 31

Félagsbréf - 01.06.1961, Side 31
félagsbréf 29 til þess að líta á nokkurt ljóð svo vikum skiptir, hvað þá heldur að setjast niður við að semja ljóð.“ Sannleikurinn er sá, að lesandinn er líklegur til þess að verða sólginn í að lesa enn meiri skilgreiningar, því þessi tegund gagnrýni og rökræðna getur á vissan hátt orðið að sjúklegum ávana. Aftur á móti færir nýgagnrýnin lesandann sífellt fjær listaverkinu sjálfu og inn í hugarheim hins sjálfselska gagnrýnanda. Banvænustu áhrif þessarar hreyfingar hafa nefnilega verið þau að grafa undan sjálf- stæði lesandans, getu hans til þess að njóta hinnar sönnu ánægju, sem sprettur upp af því að komast í snertingu við frumlega og sjálfstæða list. Það er af þessum ástæðum, sem þeir Daiches og Charvat hafa tekizt á hendur það hlutverk í hinni nýju antologíu sinni, að færa lesandanum aftur ljóðið; þeir standa gegn því að „ljóðinu sjálfu sé jafnað við sundur- greiningu þess í einstaka hluta, þar sem rökræður um niðurröðun hug- mynda koma í staðinn fyrir listrænt mat á ljóðinu sjálfu.“ En með því að færa lesandanum ljóðið á nýjan leik, þá hafa útgefendur þessir ekki aðeins endurreist frumburðarrétt hans, heldur einnig lagt honum skyldur og verk- efni á herðar. Á hvern hátt og með hverju móti mun lesandinn fram- kvæma þetta verkefni sitt? Ef nýgagnrýnendurnir hafa í raun og veru „lagt allt of mikið upp úr þeirri opinberun sem vísindaleg sundurhðun og skilgreining einstakra orða og niðurröðun þeirra getur veitt þeim,“ eins og Ben Redman hefur haldið fram, hvaða leið getur þá hinn óstuddi lesandi farið? Það er alls ekki víst að hann geti „notið“ eða kunni að „meta“ mikinn skáldskap, en ef hann getur það, 'þá gerist það að öllum líkindum fyrir tilstyrk einhvers konar hugsýnar hans sjálfs. Því að þeg- ar allt kemur til alls, þá er einungis mögulegt að skynja hið stórfenglega í harmleik eða ljóði fyrir tilvist ímyndunaraflsins og með því að hefja það í æðra veldi hinna þriggja meginafla hvers listaverks, sem sé staðar, stundar og atburðar. Svo sagði Ralph Waldo Emerson: „Shakespeare er eini ævisöguritari Shakespeares; og jafnvel hann getur ekki náð nema til þess Shakespeares, sem í okkur sjálfum býr, það er, á þeirri stundu sem skilvitleiki okkar, næmi og samúð ristir dýpst.“ Þegar til lengdar lætur verður það eflaust viðurkennt, að með því að ttieðhöndla listaverk sem listaverk, þá hafa nýgagnrýnendurnir unnið þarft verk og í því efni komið fram þörfum endurbótum á þeirri gagn- fýni, sem ríkjum réð næsta tímabil á undan. Með varlegri notkun á kenn- ingum Freuds hafa þeir eflaust einnig bætt allmerkilegri stærð við list-

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.