Félagsbréf - 01.06.1961, Qupperneq 32

Félagsbréf - 01.06.1961, Qupperneq 32
30 FÉLAGSBRÉF gagnrýni almennt. Hins vegar virðist sem nýgagnrýnin sé mjög að tapa fylgi og áliti af ástæðum, sem að nokkru hefur verið getið hér: einstrengings- legri afneitun hennar á sagnfræðilegri afstöðu; ofstækiskenndri og stund- um rangsnúinni fastheldni við kenningar Freuds og mikilvægi þeirra fyrir mat á listrænum verðmætum; túlkun, sem er of kænleg í eðli sínu og oft á tíðum hefur jaðrað við fjarstæður eða skringileik; óvirðingu fyrir þeim ljóðaskáldskap, sem ekki getur fallið undir fyrirfram ákveðnar kenning- ar nýgagnrýninnar, eða hentar ekki sérstökum rannsóknaraðferðum henn- ar; hrokafullt stærilæti yfir sínum eigin afreksverkum; og loks tilhneyg- ingu nýgagnrýnenda til þess að grafa undan sjálfstæði hins almenna les- anda. 1 Englandi hefur sú breyting, sem á hefur orðið í þessum efnum- ekki vakið eins mikla athygli af þeirri ástæðu fyrst og fremst, að þar náði þessi hreyfing e'kki eins mikilli fótfestu, varð ekki eins valdamikil- En ef nýgagnrýnin er að víkja, hvað fáum við þá í staðinn? Það er ávallt áhættusamt að segja fyrir um óorðna hluti, og hvað sem því líður þá fæst maður ekki um nein róttæk umskipti eða byltingu í þessum efnum- heldur jafna og framsækna þróun. Þeirri skoðun er að aukast fylgi, að bezta gagnrýnin sé líklegast sú, sem leitast við að skýra frá því hvað Ijóðið segir, hvaða áhrif það hefur haft á hann og hvernig hann heldur, að til þeirra áhrifa hafi verið stofnað. Þegar gagnrýnandinn framkvæmir þetta af tilfinningu, ástúð og auðmýkt, þá er tilgangi gagnrýninnar náð. Sá gagnrýnandi, sem á að verða til fyrirmyndar, þarf að búa yfir miklu persónulegu jafnvægi. Hann þarf að vera andlega vel vakandi og tilfinn- inganæmur. Hann er áhugasamur áhorfandi fremur en rannsóknardómari. Hann er enginn goðsagnamangari, táknaskýrandi eða gátuspekingur. Ekki mun honum heldur vera það á móti skapi að ræða siðferðisleg málefni og mat þeirra. — Þegar allt kemur til alls, þá eru þau einnig hluti af daglegu lífi okkar. En hann má heldur ekki vera neinn viktoríanskur senti- mentalisti, sem fjasar af tilfinningasemi um eitthvert ljóð eftir að hafa dregið fram í dagsljósið nokkrar staðreyndir, sem eru sagnfræðilegar í eðli sínu eða varða ævi skáldsins og eru misjafnlega mikilvæg fyrir gagn- rýni á ljóði þess. Hann mun ekki snúast af öndverðri fyrirlitningu geg11 neinni einstakri aðferð, sem varðar gagnrýni skáldskapar, en notfærir sér þær aðferðir og kenningar, sem honum finnast tilhlýðilegar á hver]- um tíma, og eru kenningar og aðferðir nýgagnrýnenda þar ekki undanskildar- ÞórSur Einarsson íslenzkaSi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.