Félagsbréf - 01.06.1961, Page 33
FRIÐJÓN STEFÁNSSON:
HILLINGAR
— EINÞÁTTUNGUR —
Persónur: Rithöfundurinn, bókaútgefandinn, frú Lára, húseigandinn.
SVIÐIÐ: Snotu-r stoja, vel búin húsgögnum. Rithöjundurinn situr í djúp-
um hœgindastól og hejur teygt fœtur sína upp á lítiS, glansmáláð borS,
sem stendur jyrir framan hann. Hann er klæddur vönduSum, nýtízkulegum
fötum og lœtur fara vel um sig, þar sem hann hallar sér aftur á bak og
lygnir aftur augunum til hálfs.
RITHÖF. (við sjálfan sig): Hvaða höfundur er það nú aftur, sem segir
einhvers staðar, að maður byrji sem póet en endi sem fornbókasali.
(Hlœr lágt.) Það hefur áreiðanlega verið talsvert sniðugur náungi.
En líklega hefur þetta einmitt getað átt við síðustu niðurlægingatíma,
þegar jafnvel góðir rithöfundar sultu.
JiITIIÖF. (BariS aS dyrum. (I lágum hljóSum, ergilegur): Nú, hver skyldi
vera að ónáða mig um þetta leyti? Aldrei er friður. (Hárri virSulegri
röddu). Kom inn!
ÁUÐBJÖRN BÓKAÚTGEF.: (Hann er meS sítt hár og skegg, fátœklega
til fara, rödd hans auSmjúk og lítiS eitt mæSuleg): Gott kvöld.
Fyrirgefiö, að ég ónáða yður, skáld, en, en....
RlTHÖF.: Nei, góða kvöldið, Auðbjörn. Allt í lagi — allt í lagi. Gerðu
svo vel að koma inn og fá þér sæti.
UÓKAÚTGEF.: Þakk fyrir. Ég er búinn að vera að reyna að ná tali af
yður síðastliðna tvo mánuði, en því miður aldrei tekizt það, svo að
ég gerÖist svo djarfur að freista þess að spyrja um yður hér heima
hjá yöur að kvöldi til.
UlTHÖF.: Já, ég er því miður allt of upptekinn maður, svo að það er