Félagsbréf - 01.06.1961, Page 38

Félagsbréf - 01.06.1961, Page 38
36 FÉLAGSBRÉF sett í félaginu, og ég fer ekki a<5 brjóta þær og svíkja þannig fé- laga mína. BÓKAÚTGEF.: Ég myndi borga strax, ef ég bara sæi til þess nokkra leið. En mér er lífsnauðsyn að fá að gefa út eitthvað eftir þig eða einhvern af hinum andríkari höfundum. Takist mér það ekki, sé ég ekki, hvernig ég fer að komast af. RITHOF.: Ætli þú kljúfir það ekki einhvern veginn hér eftir eins og hingað til að framfæra þig og fjölskyldu þína. BÓKAÚTGEF. (dapurlega): Ég á ekki lengur neina fjölskyldu. Konan mín fór frá mér í fyrra og tók litlu telpuna okkar með sér. RITHÖF.: Æ, hvað er að heyra þetta! Er hún Kristín farin frá þér? Þessi glæsilega kona, mér fannst hún a.m.k. vera það — og ég man ég var afspyrnu feimin við hana. Sennilega af því að hún var kona eins merkasta hókaútgefandans. BÓKAÚTGEF.: Þú hefðir ekki þurft að vera 'það. RITHÖF.: Nei, líklega ekki. En ég var það nú samt. Hún gekk í afai fínni loðkápu og hefur sjálfsagt notað úrvals ilmvatn, því ég man ennþá, hve góð mér þótti lyktin af því. Ég get enn í dag kallað þá lykt fram í huga mér. En hvers vegna var hún annars að fara frá þér? BÓKAÚTGEF.: Hún sagði, að ég gæti ekki séð fyrir henni og telpunni> a.m.k. tilfærði hún þá ástæðu, þegar hún fór fram á skilnað. Og óneitanlega hef ég verið fjarskalega fátækur upp á síðkastið. RITHÖF.: A-ha, gerði hún það? Ætli hún hafi bara ekki verið hætt að elska þig? BÓKAÚTGEF.: Ég veit það ekki. Konum gengur að öðru jöfnu erfiðlegar að elska menn, sem ekki geta séð fyrir þeim, heldur en ef þeir hafa miklar tekjur. Kannske er henni ekki láandi. Fólk, sem er vant alls- nægtum, sættir sig illa við fátækt og skort. RIT-HÖF.: Þetta var nokkuð fallega sagt hjá þér, að konum gangi að öðru jöfnu erfiðlegar að elska menn, sem ekki geta séð fyrir þeim. Ég ætla að skrifa þetta hjá mér til minnis. En hvað varð svo af konunni þinni? BÓKAÚTGEF.: Ég heyri sagt, að hún ætli að fara að giftast Konráði Konráðssyni ljóðskáldi. RITHÖF.: Heyri ég rétt? Honum Konráði? BÓKAÚTGEF.: Já, 'það er víst þannig. RITHÖF.: Sjáum Konna! Ég minnist þess, að á niðurlægingartímunum)

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.