Félagsbréf - 01.06.1961, Side 45

Félagsbréf - 01.06.1961, Side 45
FÉLAGSBRÉF 43 Vísast er, að hann hafi ekki kært sig um að breyta kenniháttum á gamals aldri. Sigfús Guðmundsson mun af bændum talinn inaður hins nýja tíma. Hann hefur fengið Stað fyrir atbeina Ólafs Hjaltasonar biskups á Hólum. Ólafur biskuj) var áður prestur í Laufási. Kynning og vinátta var því ekki ólíkleg milli fjölskyldna biskups og klerks. — Nú er liann Fúsi kominn í Kinn, kunnugur manni öngum. Hver mun leiða höldinn inn með hópinn sinn, svo rekkurinn ekki roti sig í göngum. Hvar niundi þessi vísa vera kveðinn, ef ekki á hlaðinu á Stað þennan vordag árið 1554? Hann hefur drepið á dyr þrjú þung högg sem venja er, en seint er komið til dyra. Hann bíður svolítið áhyggjufullur. Tautar fyrir munni sér. Áður en varir er vísan komin. Nú er hann Fúsi kominn í Kinn. Og þarna átti liann eftir að vera í 43 ar. Þarna átti hann eftir að deyja og hverfa í moldir landsins. Gleymdur að hálfu, munaður að hálfu enn þann dag í dag. Ljóð manns, sem var jafnlétt um að kveða og náði jafnháum aldri og Sigfús skáld og prestur á Stað, hafa lilotið að vera mikil að vöxtum. í einu kvæða sinna segir hann: Minn er óður orðinn margur — Við þekkjum þó aðeins örfá þeirra nú en það eru eftirminnileg ljóð. Lau sýna glöggar svipmyndir af aldarhætti og lífi fólksins og þessa þolin- móða, raunamædda og þó ofurlítið breyska manns, sem skrásetur afglöp °g syndir samtíðar sinnar. í einu kvæða hans endar hver vísa á Ijóðlínunni — og mál er að linni. Og var það furða. Við þekkjum sitt af hverju um þennan síðara hluta 16. aldar og mislitara tímabil er erfitt að finna í sögu þjóðarinnar. Það var u þeim árum, að Björn bjó að Öxl, sá er hjó gesti sína til fjár og dysjaði 1 heygarði. Það var á þeim árum, að Skagfirðingar grófu upp Gvend !oka og hálshjuggu steindauðan og hálfrotinn, svo að stúlkan, sem hann atti að ofsækja, gæti bókstaflega gengið honum milli bols og höfuðs sér til varnar og heilsubótar — og bar þó lítinn árangur. Svo virðist sem siðaski|itin leysi úr læðingi margt það versta og frumstæðasta í eðli fólks- ins -— og ekki að ólíkindum. Gömlum erfðavenjum í siðfræði þjóðarinnar kolharpað, en nýi siðurinn enn rótlaus og mörguni fráhrindandi. Þáttur

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.