Félagsbréf - 01.06.1961, Síða 48

Félagsbréf - 01.06.1961, Síða 48
46 FÉLAGSBRÉF Heimurinn þóttist hollur mér og hvíslaði í mitt eyra. Hann fýsti mig að fylgja sér, fínt var þetta að heyra. Huggun skaltu hljóta af mér og hjartans gleðina nóga, fjárhlut drag þú fast að þér og flest allt þar til voga. Meira er ráð að rækta plóg og rausnarverki hrósa en sýta í sína sálardróg, svo munu flestir kjósa. Mannorö þegar mektast þú mun þér vaxa þaðra, því sá er einskis nýtur nú, sem nær ei beygja aðra. Á þessi ráðin þegar í stað þurfti ei lengi að eggja, hugðist ég sem heimurinn bað hvern mann undir leggja. Ekki gafst þetta þó vel og samvizkan sagði fljótlega til sín. Snúast íot- tölurnar nú á hinn betri veg, og koma margar vísur um það góða, sem falli þeim í skaut, sem fara að guðs vilja: Sá, sem skapaði hauður og haf himna og mannkyn líka, hann út í mína öndu gaf orð og ræðuna slíka. Ég var dreginn díki úr með dauöans stríði hörðu.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.