Félagsbréf - 01.06.1961, Page 53
FÉLAGSBRÉF
51
Og óhjákvæmilega hlýtur aS koma að því
að Árni Jónsson hugsi til frekari manna-
forráða. Hann ibeitir sér fyrir því meðal
bænda, að kaupfélag, sem áður hafði
verið stofnað til og mistekizt, verði end-
urreist. Þetta tekst með ágætum enda
kaupmannsverzlunin nú í höndum fjórða
ættliðs Hansensfjölskyldunnar. Þau börn-
in höfðu búið við allsnægtir, notið þeirrar
menntunar, sem þau voru meðtækileg
fyrir og kærðu sig um, siglt til útlanda
og kynnzt umheiminum. — En það kem-
ur fram í þeim einkennilegt rótleysi og
eirðarleysi, áhrifin af allsnægtunum gera
vart við sig á þessum ættlið i ýmsum
hrörnandi tilhneigingum. Það hlýtur að
fara svo, að kaupmannsverzlunin víki
fyrir ómótstæðilegum þunga kaupfélags-
stefnunnar undir röskri og nokkuð óvæg-
inni stjórn stráksins frá Reykjakoti. Það
þarf nefnilega sterk bein til þess að standa
undir ríkidæmi, liafa á hendi mannafor-
ráð og sjá um að halda við og ávaxta
•niklar eignir. Þeir eiginleikar, sem til
þess þarf, virðast ekki hafa komið fram
a þessum ættlið Hansenanna. Hann vant-
ar festu eða tradisjón eða hvað á að nefna
það, til þess að þola þær holskeflur rugl-
'ngs og ringulreiðar, sem yfir Sandströnd
skellur, og skollið hefur yfir allt þjóð-
félag okkar á undanförnum áratugum.
Kaupfélagið dafnar, það tekur við
gomlu verzlunarhúsunum og hótelinu,
hafin er starfræksla mjólkurbús, byggt
nVtt og stærra sláturhús, o.s.frv. Og ekki
ma gleyma menningar- og félagsmálun-
Um- Að sjálfsögðu er byggt reisulegt
félagsheimili, sem verður miðstöð þessar-
ar bráðnauðsynlegu starfsemi í vaxandi
°g gróskuríku bæjarfélagi. En hvað skeð-
Ur svo, þegar allt þetta er komið undir
stJ°rn kaupfélagsins og orðið að eign
fólksins sjálfs, að sjálfsögðu undir for-
ystu hins harðduglega og aðdáunarverða
Árna Jónssonar, stráks frá Reykjakoti?
Jú, völdin stíga honum til höfuðs, hann
gerist einvaldsherra staðarins, ekkert má
þar gera nema hann samþykki það eða
leggi á ráðin, og á það jafnt við um
verzlunarmál sem félags- og menningar-
mál. Þar kemur því í þessari þróun mála
á Sandströnd, að Árni Jónsson þarf að
ráða sér fulltrúa í menningarmálum. —
Þessi maður þarf að vera alveg sérstök-
um kostum búinn og Þorvaldur sá, sem
til starfans velst, virðist fullnægja öll-
um þeim kröfum. Hann er „fágætum
hæfileikum" búinn, eins og Árni kaup-
félagsstjóri kemst að orði, lipur milli-
göngumaður, tilvalinn til þess að reka
erindi annarra, hefur sjaldan ákveðna
skoðun sjálfur á mönnum og málefnum,
og ef hann hefur það og hún fellur ekki
einvaldsherranum í geð, þá er hann fljót-
ur til þess að draga hana til baka og
gera eins og fyrir hann er lagt. Hann hik-
ar ekki við að Ijúga öðru hverju, til þess
að sýnast eða til þess að koma áfram
málum, sem varða víðtæka hagsmuni
Árna Jónssonar. Það er þessi Þorvaldur,
sem segir söguna að mestu leyti og alveg,
eftir að hinum langa inngangi höfundar
lýkur.
Og þá er þessi formáli minn orðinn
meiri en nógur, engu síöur en formáli
höfundarins. Efni þessarar fyrstu skáld-
sögu hins afkastamikla höfundar barna-
bókanna er á ýmsa lund skemmtilegt og
girnilegt viðfangs, og höfundur er öllum
hnútum vel kunnugur, en skáldsögu-
formið er ekkert lamb að leika sér við.
Hann nær ekki fullum tökum á þvi í
fyrstu atlögu, sem varla er von. Ólíkt
hefði þessi saga verið áhrifameiri og