Félagsbréf - 01.06.1961, Page 57

Félagsbréf - 01.06.1961, Page 57
FÉLAGSBRÉF 55 Annars hefði hin langt sótta sýmbólík sögunnar verið út í loftið. Hinum sérstæðu áhrifum sínum nær höfundur fyrst og fremst með ótrúlegu látleysi, með því að forðast alla tið að gera of mikið úr efninu. Bjallan er í sjálfu sér ekkert aðalatriði. Ógæfan í sögunni er fólgin í því að ungur maður sem verið hefur fyrirvinna fjölskyldu sinnar og forsjármaður er ekki lengur hlutverki sínu vaxinn, er orðinn byrði á fjölskyldu sinni. Hitt er stigsmunur en ekki eðlis — að hann skuli hafa breytzt í óskapnað. Það gerir byrðina að vísu þyngri — en það er líka allt og sumt. Einnig virðist það ekki hvarfla að fjöl- skyldunni að fyrirvinna þeirra sé orðin ógeðsleg padda. Þau líta á þetta eins og hverja aðra ógæfu sem þurfi að bera. Þ\í er það leyndardómur sögunnar að paddan vekur aldrei beina skelfingu — aðeins andúð og leiðindi. Þó kemur að því að til fulls fjandskapar dregur milli hins ógæfusama og föðurins sem lýkur með því að hinn síðarnefndi kastar epli í bak bjöllunnar. Það grefst þar og dregur hana eiginlega til bana. Virðist það tákn þess hvernig harðneskja föður Kafka hef- ur grafið um sig í sálarlífi höfundar og myndað þar sár er aldrei greri. Því mætti kannski segja að þessi saga sé líkamning 'allra þeirra andlegu kvala er Kafka varð fyrir í æsku. Allar persónur sögunnar eru mjög skýr- ar og eftirminnilegar. Einkum tekst höf- undi vel að lýsa sálarlegum breytingum er hægt og hægt gerast með systur hins ógæfusama fórnardýrs. Sömuleiðis má benda á hina furðulegu hreingerningar- konu sem virðist bfátt áfram hafa ánægju af kvikindinu. Stíll bókarinnar er þungamiðja verks- ins. Hann er einfaldur en þó margslung- inn, ívafinn öllum smáatriðum sem ger- ast innra og ytra með manneskjunum. í stílnum eru töfrar bókarinnar fólgnir. Efnið sjélft er í rauninni óskapnaður sem verður listaverk eingöngu sakir þess hve aðdáanlega höfundur heldur atburða- rásinni í greipum sér. Hann heldur þar fast um sérhvern þátt og slakar hvergi tak sitt. Orðaval höfundar er einnig mjög fágað og hnitmiðað. Það er því fyrst og fremst stíllinn sem bjargar sögunni frá þeim örlögum sem söguefni sem þetta hefði hlotið í höndum flestra: að verða skrumyrði tóm. Þýðing Hannesar Péturssonar virðist mér með ágætum. Njörfiur P. Njar'övík. Tónar frá liðnum tíma. Bjarni Gissurarson: Sólarsýn. Jón M. Samsonarson gaf út. Smábækur Menningarsjóðs 1960. Oéra Bjarni í Þingmúla óx úr grasi á ^ fyrri hluta 17. aldar og er hér því Eamall maður á ferð. Hafði hann haft heldur hægt um sig þar til Jón Samsonar- son blés af honum rykið og reit um hann meistaraprófsritgerð í íslenzkum fræðum og mun þetta kvæðakver vera að ein- hverju leyti afleiðing þess. Hefur hann og skrifað ágætan eftirmála við bókina og gerir þar góða grein fyrir höfundinum. Þótt skáldskapur Bjarna í Þingmúla sé ærið mislitur eru þó einkum tveir þættir sem þar eru sterkastir. Er það

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.