Félagsbréf - 01.10.1964, Page 15

Félagsbréf - 01.10.1964, Page 15
og segir liann í formála að Hrönnum, „að þessi háttur sé sá fegursti og dýrsti, sem nokkur tunga á“ og bætir við „að mikið sé vinnandi til að geyma það með honum, sem maður vill láta minnast lengi.“ í þessari rímu er m.a. þessi vísa (sem má lesa aftur á bak eins og aðr- ar sléttuhandavísur): Falla tímans voldug verk, varla falleg baga, snjalla ríman, stuðlasterk stendur alla daga. Einar Benediktsson var eitt af höf- uðskáldum íslendinga á vorri öld og einhver stórbrotnasti maður, sem lifað hefir. Hann hafði glæsilegar hugsjón- ir um hag íslands og hann gerði alll til að koma þeim í framkvæmd. Það þurfti heimsstyrjöld til að hindra, að Eann kæmi fyrirætlunum sínum um virkjun Þjórsárfossa í framkvæmd. Nú sér þjóðin öll, að þetta mál er fram- tíðarmál íslands og sá dagur nálgast óðum, er þjóðin mun fagna þeim úr- slitum. Hann vígði beztu ár ævi sinn- ar til undirbúnings stórverzlun, hafnar- gerð og síðar námurekstri, og þessum hugsjónum barðist hann fyrir allt frá æskualdri, eins og kemur fram í kvæð- inu um Dettifoss: Hve mætti bæta lands og lýSs vors kjör að ieggja á bogastreng þinn kraftsins ör, a3 nota máttinn rétt á hrapsins hæðum, svo hafin yrði í veldi fallsins skör. — Og frjómögn lofts má draga að blómi og björk, já, búning hitans sníða úr jökuls klæðum. Hér mætti leiða líf úr dauðans örk og ljósið tendra í húmsins eyðimörk við hjartaslög þíns afls í segulæðum. Síðustu ár ævinnar var heilsa skálds- ins þrotin og dvaldist hann þau ár í Herdísarvík, í hraunjaðri undir hrika- legri fjallshlíð við sævibarða strönd- ina og lauk þar sínu margbreytilega og söguríka lífi. Frú Hlín Johnson bjó honum þar athvarf og annaðist hann á aðdáunarverðan hátt. FÉLAGSBRÉF 11

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.