Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 15

Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 15
og segir liann í formála að Hrönnum, „að þessi háttur sé sá fegursti og dýrsti, sem nokkur tunga á“ og bætir við „að mikið sé vinnandi til að geyma það með honum, sem maður vill láta minnast lengi.“ í þessari rímu er m.a. þessi vísa (sem má lesa aftur á bak eins og aðr- ar sléttuhandavísur): Falla tímans voldug verk, varla falleg baga, snjalla ríman, stuðlasterk stendur alla daga. Einar Benediktsson var eitt af höf- uðskáldum íslendinga á vorri öld og einhver stórbrotnasti maður, sem lifað hefir. Hann hafði glæsilegar hugsjón- ir um hag íslands og hann gerði alll til að koma þeim í framkvæmd. Það þurfti heimsstyrjöld til að hindra, að Eann kæmi fyrirætlunum sínum um virkjun Þjórsárfossa í framkvæmd. Nú sér þjóðin öll, að þetta mál er fram- tíðarmál íslands og sá dagur nálgast óðum, er þjóðin mun fagna þeim úr- slitum. Hann vígði beztu ár ævi sinn- ar til undirbúnings stórverzlun, hafnar- gerð og síðar námurekstri, og þessum hugsjónum barðist hann fyrir allt frá æskualdri, eins og kemur fram í kvæð- inu um Dettifoss: Hve mætti bæta lands og lýSs vors kjör að ieggja á bogastreng þinn kraftsins ör, a3 nota máttinn rétt á hrapsins hæðum, svo hafin yrði í veldi fallsins skör. — Og frjómögn lofts má draga að blómi og björk, já, búning hitans sníða úr jökuls klæðum. Hér mætti leiða líf úr dauðans örk og ljósið tendra í húmsins eyðimörk við hjartaslög þíns afls í segulæðum. Síðustu ár ævinnar var heilsa skálds- ins þrotin og dvaldist hann þau ár í Herdísarvík, í hraunjaðri undir hrika- legri fjallshlíð við sævibarða strönd- ina og lauk þar sínu margbreytilega og söguríka lífi. Frú Hlín Johnson bjó honum þar athvarf og annaðist hann á aðdáunarverðan hátt. FÉLAGSBRÉF 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.