Félagsbréf - 01.10.1964, Qupperneq 40

Félagsbréf - 01.10.1964, Qupperneq 40
Oft heyrist það staðhæft, að skrif um bækur séu miklu betri og vand- aðri í erlendum dagblöðum en ís- lenzkum. Ekki skal ég gegn því mæla, að svo geti verið, en ég held samt, að munurinn sé ekki eins mikill og á orði er haft. Því áliti til stuðnings vil ég minna á það, að aftan á káp- um margra erlendra bóka má sjá til- vitnanir úr „ritdómum“ dagblaðanna, og eru þar oft vel mæld lofsyrði höfð eftir virðulegum „bókagagnrýnendum“, sem mikið orð fer af. En þegar við lesum þessar bækur getur svo farið, að okkur þyki vafasamt, að þær standi undir „dómnum.“ Víðar en á Islandi hefur orðið vart þess kvilla að bera oflof á bækur, þó að margt megi til þess nefna, að hér í fámenn- inu sé það meiri vorkunn en annars staðar. Loks er rétt að víkja að viðhorfi rithöfunda til dagblaðaskrifa um bæk- ur þeirra. Ýmsir þeirra meta bóka- skrif dagblaðanna til fárra fiska, en taka sér þau eigi að síður stundum furðulega nærri. Þetta þarf líka að breytast. Þeir verða að hætta að líta á þessi skrif sem dóma, því að annars geta þeir líka tekið háð Ibsens til sín. En mörgum þeim, sem segir álit sitt á nýrri bók í dagblaði, mundi létta fyrir brjósti, ef hann vissi, að lesend- urnir væru hættir að líta á hann sem dómara, og bókarhöfundar leituðu hjá honum ein'hvers annars en gálga eða öndvegis. XURT ZI E R Listrœn samvizka I Fyrir nokkrum árum var ég gestur menntamálaráðherra Austur-Þýzka- lands, ásamt hóp ungra vestur-þýzkra stúdenla. Fóru þar fram heitar um- ræður um sósíalíska menningu, sér- staklega hugsana- og skoðanafrelsi. Inntu stúdentarnir ráðherra eftir því, hvernig á því stæði, að m.a. djass og abstrakt list væru með öllu bönnuð í sósíalistaríki. Svar hans var á þa leið, að hvortveggja væri eitur fynr verkalýð og bændur. Stúdentarnir mót- mæltu og spurðu, hverjir það væru, er felldu slíkan dóm. Ráðherrann kvað það vera hlutverk dómbærra manna. En fulltrúar hinnar vestrænu æsku neituðu að afsala sér rétti og frelsi til persónulegra skoðana í liendur neinnar nefndar. Þeir héldu því til streitu, að 36 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.