Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1875, Blaðsíða 116
98
1875
91 lög þessi á annan hátt verði kunn bæði hlutaðeiganda cmbættismanni og öðrnm, áðnr en
núvbr Þeim ber hlýða og eptir breyta.
Jafnframt því þessvegna þjónustusamlega að skora á yður herra landshöfðingi að ráð-
slafa því, sem nauðsynlegt er í þessu efni, skal ekki undanfellt að bœta því við, að mál
þetta sýnir, hve nauðsynlegt þnð sje, meðan hinn núverandi seinláti birtingarháttur er í
lögum á (slandi, að sýna varkárni með að til taka í lagafrumvörpum vissan tíma, er lögun-
um ber að fylgja frá, þvf slíkar ákvarðanir geta, er þær ekki veita nœgiiegan tíma til að
birta lögin, varnað því, að lög, sem annars ekki væri neitt á móti, verði staðfest með
samþykki konungs.
lírjef þetta ber að birta í stjórnartíðindum.
92 Brjef rúSgjafa konungs fyrir íaland (til landshöfSingja).
Samkvæmt allraþcgnlegustum tillögum ráðgjafans, er gjörðar voru eptir að þókn-
anlegt brjef herra landshöfðingja frá 31. ágúst þ. á. var komið, hefur hans hátign kon-
unginum þóknast 29. f. m. allramildilegast að fallast á, að sett verði 3 manna nefnd til
að semja ný skattalög fyrir ísland, og hugleiða ýms önnur atriði, sem standa i sambandi
við þau, og ef hagkvæmt þykir, að leggja til um breytingar á þeim.
Jafnframt því að tjá yður herra landshöfðingí þetta til þóknanlegrar leiðbeiningar,
skal yður veftt umboð til að fela ætlunarverk það, sem gctið var, á hendur nefnd, er þessir
menn fái sæti í: assessor í hinum konunglega (slenzka landsyflrdómi Magnús Stephensen,
og skal hann vera formaður nefndarinnar, yflrkennari við hinn lærða skóla í Ileykjavík
alþingismaður Halldór Kr. Friðriksson og hreppstjóri alþingismaður Jón Sigurðsson frá
Gautlöndum, og ef nokkur af þessum mönnum skyldi skorast undan að taka þenna starfa
að sjer eða vegna annara anna eigi geta það, eða ef sæti í nefndinni síðar skyldi verða
autt, kveðja nýjan nefndarmann.
Með því að breytfng hinna fornu íslenzku skattalaga mun verða aðalverkcfni
nefndarinnar, hefur þótt hlýða að benda á neðannefnd atriði, er nefndinni sjerlega ber
að Ihuga:
1. hvort úr lögum beri að nema manntalsbókargjöld þau, sem nú eru, svo sem skatt,
gjaftoll, lögmannstoll, manntalsfisk, konungstíund og alþingistoll og í þeirra stað
lögleiða nýtt skattgjald.
2. hvort greiða eigi slíkt gjald I landaurum samkvæmt verðlagsskrá, eins og nú á sjer
stað, og þá í hverjum landaurum, eða hvort ekki skyldi vera gjörlegt, með þvi að
hægra er að koma fyrir reglubundnum gjaldheimtum, ef skattgjaldið er greitt í pening-
um, að lögbjóða slíka skattgreiðslu.
3. hverri upphæð hið nýja skattgjald skuli nema, hvort heldur þeirri upphæð, er nú kem-
ur f landssjóð af hinum nefndu gjöldum samanlögðum, og verður að reikna hana út
eptir tekjum hinna sfðustu 3 ára, eða hvort bœta skuli við þessa upphæð nokkrum
hundruðustu pörtum.
4. hvort ncma beri úr lögum gjaldfrelsi það, sem fylgir einstökum fasteignurn og sumir
menn hafa, og, ef nefndin fellst á það, hvort veita beri skaðahœtur fyrir missi
sliks gjaldfrelsis.
5. hvort leggja skuli hið nýja skattgjald bæði á fasteign (alraennings eigur og eigur ein-
stakra manna) og á lausafje og þá f hverju hlutfalli og eptir hverjum reglum.
6. hvort ástœða sje til að leggja auk hins almenna skattgjalds, er nú var nefnt, skatt