Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1875, Blaðsíða 122
104
1875
9S lögunum, skal vlsað til yflrlits iþess, er getið hefur verið, o? skal ráðgjafinn með því að
n^r hann eins og sagt var, ekki hefur umrœðurnar á alþingi, biðja sjer tjáð þóknanleg um-
mæli yðar um ástœðuna til þess, að skrifstofufje 2 amtmannanna hefur verið fœrt niður,
og hvort eigi hafi verið ællun alþingis, að þessi lækkun ætti einníg að ná til amtmanna
þeirra, sem nú eru.
Loksins skal með tilliti til þess hvernig greiða skuli laun o. fl. vísað til fyrirmæla
þeirra, sem getur um í dómsmálastjórnarbrjefi frá 20. febr. 1866 sbr. við brjef hinnar
íslenzku stjórnardeildar frá 15. apríl 1851 og 4. marz 18711.
í sambandi við þetta skal ekki undanfellt að geta þess, að með því að það ríður
í bága við 25. grein stjórnarskrárinnar, að alþingi hefur neitað 192 króna árs upphæð
þeirri, sem fjárlagafrumvarpið veitti sem styrktarfje i stað spítala þess á Gufunesi, sem
hefur verið lagður niður, en þetta styrktarfje var veitt með konungsúrskurði frá 18. sept-
br. 1793, liefur ráðgjafinn til þess að bœta úr göllum þessum við fjárlagafrumvarp það
sem alþingi hefur samþykkt, álitið sjer skylt að reyna að fá ofannefndan konungsúrskurð
frá 1793 felldan úr gildi, áður en fjárlagafrumvarpið var borið undir úrskurð konungs,
og hafa tillögur um það verið samþykktar með konungsúrskurði frá 7. f. m. Um leið og
vlsað er í þessu tilliti til auglýsingar ráðgjafans frá 9. f. m. í stjórnartíðindum A nr. 12,
skal yður veitt umboð til, að þvi leyti styrkir þeir, sem nú sem stendur eru veittir, eigi
skyldu verða greiddir af árstekjum styrktarsjóðs þess, sem stofnaður var með konungsúr-
skurði frá 14. marz 1832, að greiða það sem á vantar úr jarðabókarsjóðnum í von um
aukafjárveitingu, og býst ráðgjafmn við að fá skýrslu um það sem gjört er í þessu
tilliti.
Um leið og nokkur sjerstaklega prentuð exemplör af fjárlögunum og athugasemd-
unum við fjárlagafrumvarpið, eru send yður hjer með til þess að þjer sjálfir getið notað
þau og útbýtt þeim til hlutaðeigandi embættismanna, skal að lokum tekið fram, að brjef
þetta skal birt í sijórnartíðindum deildinni B.
99 Brjef landshöfðingja (til bœjarfógetans í Keykjavfk).
dcsbr. í þóknanlegu brjefi frá 27. f. m. hafið þjer herra bcejarfógeti tjáð mjer, að Guð-
laugur Sigurðsson hafi 26. janúar þ. á. verið settur inn í hegningarhúsið hjer í bœnum
eptir að vera dœmdur I 16 mánaða betrunarhúsvinnu, og að hann hafi tekið út hegningu
þessa með þvl að vera í einhýsi nótt og dag; en þess vegnaber samkvæmt 14. grein al-
mennra hegningarlaga að stytta hegninguna um þriðjung. Þjer hafið því spurt um, hvern-
ig reikna skuli hegningartíma þenna sem verði 102/;1 mánuðir, er hann sje styttur á
nefndan hátt.
Af þessu tilefni leiði jeg ekki hjá mjer þjónustusamlega að tjá yður til þóknan-
legrar leiðbeiningar og ráðstafanar, að reikna skal hegningartímann er fœrður er niður,
samkvæmt hinni tilvitnuðu lagagrein, þannig, að h'eiíir mánuðir reiknist sem rímmánuðir,
en hlutar af mánuði verði einatt reiknaðir, eins og mánuðurinn hefði 30 daga án tillits til
þess, í hverjum mánuði fanganum er sleppt. Guðlaugi Sigurðssyni þeim, sem spurthef-
ur verið um, ber þvf að sleppa úr hegningarhúsinu 15. þ. m. um sömu klukkustund og
hann var settur inn 26. janúar þ. á.
1) Brjef fjessi eru prentuÖ t tíðindum um stjómarmálefni II, 30G og III, 145, og Lovsamling for Is-
Jand XV, 71.