Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Síða 8
hjálparlaust á markaðinn. Svo voru til eldri búkonur aðfluttar
úr sveit sem keyptu sér stofuklukku með mynd af Elvis
Presley.
Þ: Þessar tvær tegundir innflytjenda eru enn til þótt flest fólk sé
nú löngu búið að taka borgina og spillingu hennar í sátt. Nú
endurtekur sagan sig þegar þeir þjóðlega innhverfu óttast EB-
heiminn. Við ættum að taka upp náið samstarf við Japani, þá
frísku þjóð, fiskur, söl og eyþjóðagrimmd tengja okkur til
dæmis.
Afþreying og hugmyndir um
ómerkilegheit
H: Þið leggið mikla áherslu á afþreyingu píslarinnar, bækumar,
myndablöðin, plötmnar. Þið rekið minnin eða goðsögumar
úr verkunum. Setjið upp dæmið Gerpla plús Elvis samasem
Megas síðar meir. Blundar í okkar tíma einhver söguleg sátt
hámenningar og lágmenningar? Ég hef til dæmis í huga bók
eins og Nafn rósarinnar og popplistina?
M: Oft þegar menn rifja upp bemsku sína sleppa þeir því sem
þeim er farið að þykja ómerkilegt og því er gjaman lítið
minnst á afþreyingarefni svokallað. Þeir hafa steingleymt því
hvað það hafði mikil áhrif á þá eða vilja alls ekki við það
kannast. Menn átta sig ekki á því að allur stímúlans sem
barnið nýtur er í raun og vem jafnmerkilegur. Bamið er lítill
galopinn maður, hann er ekki farinn að dæma, þetta er
ómerkilegt, þetta vil ég ekki sjá, þetta tilheyrir ekki minni
stétt. Hann sýgur í sig fantasíunæringu úr öllu, þannig að
afþreyingin er mikilvægasta uppsprettan. í ómerkilegustu
afþreyingu eru gmndvallarspumingar lífsins á ferðinni.
Þ: Það eru myglaðir stéttastigar og rétttrúnaður bak við hverja
einustu hugmynd um að eitthvað sé ómerkilegt. Þær er hægt
að rekja aftur í siðaboð, hagsmuni og tortryggni. Kalkútta og
Kúlúsúk, hvert sem þú kíkir.
Bjartur ogfrú Emilía