Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Side 10
M: Og sumt verður ónefnanlegt.
Þ: Mikið af afþreyingunni er dulbúin menningaráhrif frá Afríku,
fagnaðarerindi villimennskunnar læðist til okkar, í brasilískri
tónlist og dönsum, raggie, jassi, blús, rokki og frjálsum dansi.
í Kramhúsinu losar meistari frá Karíbahafi líkama sem eru
frystir af lúterskum rétttrúnaði. íslenskt árþúsundamótafólk
borðar kínverskan mat, talar þetta furðulega og örlitla stórmál,
dansar afríska sömbu á Suðumesjavísu og vinnur í Álverinu.
Þetta em endurreisnartímar.
Krampar í vitundinni
M: Það eina sem getur gengið af tungunni dauðri er alræði
undirmálsmanna í fjölmiðlaheiminum og mælgi stjómmála-
manna.
H: Margir hafa iðkað að horfa á sjálfa sig úr sögulegum fjarska en
þetta hæðnislega bros leikur ekki um varir Stefáns Jónssonar
í Hjaltabókunum eða Jóns Sveinssonar í Nonnabókunum.
Hví þessi íróníski tónn? Skapar hann svigrúm fyrir gagnrýni?
Eða er þetta bara svona rosalega hlægilegt tímabil?
Þ: Stefán og Jón vom svo sælir með framþróunina því fátæktin
var svo erfið og vond.
H: En finnst ykkur þetta hæðnisbros ekki vera svolítið tímanna
tákn? Eg nefni til vitnis dúfnakofa Einars Más og bragga
Einars Kárasonar. Má kannski nota brosið til að losna undan
ábyrgð? Emm við á ábyrgðarlausu róli?
M: Nei, þetta er ekkertsérstaktnútímatákn. Þetta hefur verið um
allar aldir. Sumt af því sem okkur finnst strembið hjá Stefáni
held ég að sé kaldranalegur húmor af hans hálfu. Hann er
ekki alveg laus við þetta en hann ímyndar sér að hann beri
ábyrgð enda er hann bamakennari. Við emm ekki bama-
10
Bjartur ogfrú Emilía