Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Page 18

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Page 18
drakk vatn úr eldhúskrananum. Einhvers staðar las ég að kranavatnið í Lundúnum hafi verið drukkið fimm sinnum áður. Það var járnbragð af því. Það minnti mig á borðið úr ryðfríu stáli sem þeir lögðu litlu stelpuna á, líkið hennar. Þeir nota örugglega kranavatn til þess að hreinsa borðin í líkhúsinu. Ég átti að hitta foreldra stúlkunnar í kvöld klukkan sjö. Ekki átti ég hugmyndina heldur var það uppástunga eins varðstjórans í lögreglunni, þess sem tók af mér skýrsluna. Ég hefði átt að vera ákveðinn, en hann sneri á mig, hann gerði mig hræddan. Þegar hann talaði hélt hann í handleggina á mér. Hugsanlega er þetta eitthvert bragð sem þeir í lögreglunni nota til þess að ná tökum á manni. Hann greip í mig þegar ég var að fara út úr húsinu og teymdi mig út í hom. Ég gat ekki hrist hann af mér án þess að fara að tuskast við hann. Hann var ákafur en talaði blíðlega, reyndi að hvísla. „Þú sást stúlkuna síðastur áður en hún dó..." Hann teygði úr síðasta orðinu. „...Og foreldramir, þú veist, þá langar auðvitað að hitta þig" Hann hræddi mig með því að ýja að einhverju, hvað sem það nú var. A meðan hann snerti mig þá hafði hann völdin. Hann þétti takið örlítið. „Þess vegna sagði ég að þú kæmir. Býrðu ekki rétt hjá þeim?" Ég held að ég hafi litið undan og kinkað kolli. Hann brosti, og þá var það ákveðið. Samt, þetta var eitthvað, fundur, allavega atburður sem gaf deginum tilgang. Undir kvöld ákvað ég að fara í bað og í betri föt. Ég varð að drepa tímann. Ég fann óátekna flösku af kölnarvatni og hreina skyrtu. Á meðan vatnið rann í baðið afklæddist ég og starði á líkama minn í speglinum. Ég er tortryggilegur í útliti, ég veit það, af því að ég er hökulaus. Þeir á lögreglustöðinni gátu ekki gert sér grein fyrir því af hverju grunur féll á mig áður en ég gaf skýrslu. Ég sagði þeim að ég hefði staðið á brúnni og séð hana þaðan hlaupa meðfram síkinu. Varðstjórinn sagði: „Þetta var undarleg tilviljun, finnst þér ekki? Hún á heima í sömu götu og þú." Hakan og hálsinn á mér renna í eitt og það vekur vantraust. Móðir mín var líka svona. Fyrst núna eftir að ég er fluttur að heiman finnst mér hún hræðileg. Hún dó í fyrra. Konur kunna 18 Bjartur ogfrú Emilía

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.