Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Blaðsíða 20

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Blaðsíða 20
hennar. Varðstjórinn kom yfir til mín með einhverja pappíra í hendinni. „Er allt í lagi?" sagði hann. Við snerum til baka eftir löngum ganginum. Uppi skrifaði ég undir pappírana, þar sem stóð að ég hefði verið á göngu uppi á brúnni við jámbrautarteinana og séð stúlku, þá sömu og ég bar kennsl á niðri í líkhúsi, hlaupa meðfram síkinu. Ég hefði htið undan og skömmu síðar séð eitthvað rautt ofan í vatninu sem svo hefði horfið mér sjónum undir yfirborð vatnsins. Úr því að ég kunni ekki að synda sótti ég lögreglumann sem rýndi ofan í vatnið en sá ekkert. Ég gaf honum upp nafn og heimilisfang og fór heim. Einni og hálfri shmdu síðar slæddu þeir hana upp af botninum. Ég undirritaði þrjú eintök vitnisburðarins. Þar á eftir dvaldi ég lengi í byggingmuú. í einum rangalanum fann ég plaststól og settist í hann. Gegnt mér, í gegnum opnar dyr, sá ég tvær stúlkur sitja inná skrifstofu og vélrita. Þær sáu að ég var að fylgjast með þeim, skiptust á orðum og hlógu. Önnur þeirra kom brosandi fram og spurði hvort verið væri að aðstoða mig. Ég sagði henni að ég sæti bara og væri að hugsa. Stúlkan fór aftur inn á skrifstofuna, hallaði sér fram á borðið og útskýrði fyrir vinkonunni. Þær litu órólegar til mín. Þær grunuðu mig um eitthvað, eins og alltaf. Ég var ekki að hugsa um litlu stúlkuna niðri. f höfðinu á mér voru óljósar myndir af henni, lifandi og dáinni, en ég reyndi ekki að koma reglu á þær. Ég sat þama allan eftirmiðdaginn af því að mig langaði ekki að fara neitt annað. Stúlkurnar lokuðu skrifstofudymnum. Að lokum yfirgaf ég byggingima vegna þess að allir voru farnir heim og þeir ætluðu að fara að loka. Ég var síðastur út úr byggingunni. Ég gaf mér góðan tíma til þess að búa mig. Ég straujaði svörtu jakkafötin mín, mér fannst svart viðeigandi. Ég valdi blátt bindi til þess að ganga ekki of langt með svarta litinn. Síðan, í þann mund er ég var að leggja af stað, snerist mér hugur. Ég fór aftur upp og fór úr jakkafötunum, skyrtimni og tók af mér bindið. Ég var allt í einu orðinn pirraður útí sjálfan mig fyrir allt þetta tilstand. Hvers vegna var það svona mikilvægt að fá viðurkenningu þeirra? Ég fór 20 Bjartur og frú Emilía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.