Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Page 23

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Page 23
komast aftur til Peshawar. Þegar ég kom í búðina sagði gamli maðurinn mér venjulega frá því að hann ætlaði að flytjast heim með fjölskylduna vegna ofbeldis og slæms veðurs í Lundúnum. Charlie var hinum megin við bíl herra Watsons og sagði: „Hún var eina barnið þeirra." Hann ásakaði mig. „]á,“ sagði ég. „Ég veit. Voðaleg synd." Við hringsóluðum í kringum bílinn. Síðan sagði Charlie: „Það var í blaðinu í morgun. Sástu það? Það var sagt að þú hefðir séð hana sökkva." „Það er rétt." „Gastu þá ekki náð henni?" „Nei, ég gat það ekki. Hún sökk." Ég stækkaði hringinn í kringum bílinn og kom mér undan. Ég vissi að Charlie fylgdist með mér niður alla götuna, en ég sneri mér ekki við til að staðfesta grun hans. Við enda götunnar þóttist ég horfa upp til að sjá flugvél og gægðist yfir öxlina. Charlie stóð við bílinn með hendur á mjöðmum og horfði enn á eftir mér. Við fætur hans sat stór hvítur og svartur köttur. Allt þetta sá ég bregða fyrir og beygði fyrir hornið. Klukkan var hálf sjö. Ég ákvað að ganga að bókasafninu til þess að eyða afganginum af tímanum. Þetta var sami göngutúr og ég fór í fyrr í dag. Nú var fleira fólk á ferli. Ég gekk fram á drengi frá Vestur- Indíum í fótbolta á götunni. Boltinn þeirra kom rúllandi til mín og ég lét hann fara framhjá. Þeir stóðu og biðu á meðan einn yngri drengjanna sótti boltann. Þeir þögðu og fylgdust nákvæmlega með mér þegar ég smeygði mér framhjá þeim. Um leið og ég var kominn í gegnum hópinn, henti einn þeirra smásteini eftir götunni í fæturna á mér. Án þess að snúa mér og nærri því blindandi tók ég steininn laglega niður með fætinum. Það var algjör heppni að mér tókst þetta svona vel. Þeir hlógu allir að þessu, hrópuðu og klöppuðu fyrir mér, svo að mér fannst í augnablikskæti að ég gæti snúið við og verið með þeim í fótboltanum. Boltinn kom til baka og þeir héldu áfram að spila. Augnablikið leið og ég hélt áfram. Hjartað barðist í brjósti mér útaf þessum andartaks æsingi. Ég fann meira Tímarit um bókmenntir og leiklist 23

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.