Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Page 25

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Page 25
komin með dúkkuna virtist hún missa á henni áhugann. Neðar í götunni bað hún mig að kaupa ís handa sér. Hún stóð í dyragættinni á ísbúð og beið eftir að ég kæmi á eftir. í þetta sinn kom hún ekki við mig. Auðvitað, ég hikaði, ég var ekki viss um hvað um var að vera. En ég hafði áhuga á henni og áhrifunum sem hún hafði á mig. Eg rétti henni peninga til að kaupa ís fyrir okkur bæði og lét hana fara inn og ná í hann. Hún var augljóslega vön að fá gjafir. Þegar við komum dálítið neðar í götuna spurði ég hana blíðlega: „Þakkar þú ekki fyrir þig þegar þér er gefið eitthvað?" Hún horfði reiðilega á mig, þunnu litlausu varimar allar útataðar í ís: „Nei." Ég spurði hana hvað hún héti. Mig langaði til þess að við gætum spjallað vingjamlega saman. „Jane." „Jane, hvað kom fyrir dúkkuna sem ég keypti handa þér áðan?" Hún leit í gaupnir sér. „Ég skildi hana eftir í sjoppunni." „Vildir þú ekki eiga hana?" „Ég gleymdi henni." Ég var kominn á fremsta hlunn með að segja henni að hlaupa og ná í hana þegar ég fann hvað mig langaði til að hafa hana hjá mér og hvað við vorum nálægt síkinu. Sfldð er eina vatnssvæðið hér í grennd. Það er eitthvað sérstakt við göngutúr við vatn, þó að það sé brúnt og fúlt vatn sem rennur meðfram verksmiðjuveggjum. Restar verksmiðjurnar sem gnæfa yfir síkinu eru gluggalausar og tómar. Maður getur gengið tvo og hálfan kílómetra eftir dráttarslóðanum og venjulega mætir maður engum. Slóðinn liggur framhjá gömlum brotajárnshaug. Þar til fyrir tveim árum hafði þögull gamall maður umsjón með ruslahaugnum úr litlum bárujárnskofa. Fyrir framan kofann, bundinn í staur, hafði hann stóran Alsatian hund. Hann var of gamall til að gelta. Síðan hurfu kofinn, gamli maðurinn og hundurinn og á hliðið var settur hengilás. Smám saman hafði girðingin umhverfis verið troðin niður af bömunum í hverfinu, svo að nú er aðeins hliðið uppistandandi. Brotajámshaugurinn er það eina sem Tímarit um bókmenntir og leiklist 25

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.