Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Side 29

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Side 29
hana en ég fann enga leið til þess án þess að gera hana hrædda. Ég reyndi að fitja upp á umræðuefni en hugurinn var tómur. Stígurinn var farinn að víkka út til hægri. Við næstu beygju á síkinu var brotajárnshaugurinn á gríðarstóru svæði milli verksmiðju og vöruhúss. Upp í himninum fyrir ofan okkur var svartur reykur og þegar við komum fyrir beygjuna sá ég að hann kom frá brotajámshaugnum. Strákahópur stóð í hnapp í kringum bál sem þeir höfðu kveikt. Þetta var eitthvað gengi, því þeir voru allir burstaklipptir í alveg eins bláum jökkum. Ég gat ekki betur séð en þeir væru að fara að grilla lifandi kött. Reykurinn hékk yfir höfðum þeirra í stillimni og fyrir aftan þá gnæfði jámaruslið eins og fjall. Þeir höfðu bundið köttinn á hálsinum við staur, þann sama og Alastian hundurinn hafði alltaf verið festur við. Fram- og afturlappir kattarins voru bundnar saman. Þeir voru að útbúa grind úr vímetsbútum yfir eldinn og þegar við fómm framhjá dró einn þeirra köttinn að bálinu á bandinu sem var um hálsinn. Ég tók í höndina á Jane og hraðaði mér. Þeir unnu markvisst og þegjandi og gerðu varla hlé til að líta á okkur. Jane horfði niður fyrir sig. Ég fann að hún skalf frá hvirfli til ylja. „Hvað eru þeir að gera við köttinn?" „Ég veit það ekki." Ég leit um öxl. Það var erfitt að greina hvað þeir höfðust að út af svarta reyknum. Þeir vom langt að baki og enn á ný lá slóðinn meðfram verksmiðjuveggjum. Jane var gráti nær og hún leiddi mig bara af því að ég hélt svo fast í höndina á henni. í rauninni var það ekki nauðsynlegt, því hún hefði ekki þorað að hlaupa neitt ein. Til baka eftir stígnum framhjá brotajárnshaugnum eða áfram inn í göngin sem við nálguðumst. Ég hafði ekki hugmynd um hvað myndi gerast þegar við kæmum þar sem stígurinn endaði. Hún myndi vilja hlaupa heim og ég vissi að ég gæti ekki sleppt henni. Ég hætti að hugsa um það. Við opið á seinni göngunum stoppaði Jane. „Það eru engin fiðrildi héma, er það nokkuð?" Hún hækkaði róminn í endann því að hún var að beygja af. Ég sagði henni að það væri kannski of heitt fyrir þau. En hún hlustaði ekki á mig, hún var Tímarit um bókmenntir og leiklist 29

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.