Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Síða 36

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Síða 36
1,2 K og M við borð á krá. M er yngri og smávaxnari og er öll á iði. Hún trommar með fingrunum á borðbrúnina,vaggar sér á stólnum, gerir axlaæfingar, ruggar sér fram og aftur o.s.frv. Um leið og ljósin koma upp stekkur þriðja konan upp frá borðinu eins og hún eigi ekki heima á sviðinu. Hún hleypur útaf sviðinu hægra megin og fellir stólinn um koll. M O, helvítis, helvítis, helvítis Irene, æ, vá! (Hún dýfir fratiskbrauði í hálfkláraðan nmtinn á diski konunnar sem hljópst á brott) K Uppþomaða belja / Það sem þú dregur ekki á eftir þér Ekkert nema peningar og fataleppar á efri hæðinni M Og hvemig hún hleður þessu utaná sig hverju utan yfir annað, öfgakenndari en andskotinn, og ef maður spyr hvað hún sé að pæla, þá röflar hún bara um naglalakk, hitanudd og öll djöfuls vandamálin. Maður er hvergi óhultur fyrir þessum helvítis gljátíkum, þær dressa sig upp í einhverjar fansí flíkur, með allt á útopnu, línuna á hreinu, og svo er þetta bara feik, helvítis tískugella (K hermir eftir konunni. M fylgist með henni og gerir óafvitandi eins.) K Eg fer ekki aftur til Miami fyrr en í júní Guð ég verð að passa naglalakkið! Það verður að duga fram í júní / hindberjarautt / eða mín vegna dökkrautt / Ég þoli bara ekki lengur heimagerðan mat Uff... verð að passa mig að borða ekkert tormelt / uppþornuð belja með hakakrossa úr plasti hangandi á geirvörtunum / og þið þessar töff túttur, þið emð svo djöfull glennulegar, helvíti glennulegar, maður lifandi... Borgaði hún nokkuð? M Já, reyndar 36 Bjartur ogfrú Emilía

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.