Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Blaðsíða 49

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Blaðsíða 49
leiddi til þessarar óvæntu ályktunar, og að þá hafi myndlíkingin verið svo fersk og kristaltær, að hún hafi ein og sér nægt til að vekja í senn furðu og óttablandna lotningu. En fyrsti maðurinn sem hóf að yrkja ljóð um þessa nýju uppgötvun, þessa óvæntu samsvörun manns og náttúru, átti langt í land að tengja hana öllum þáttum tilverunnar. Til þurfti aldalanga íhugun og heilabrot uns hin einfalda myndlíking var samofin öllum þáttum mennskrar tilveru í mynstri sem hafði algilda merkingu. Hvemig þetta átti sér stað er vitaskuld móðu hulið, en gera má ráð fyrir að upp hafi runnið önnur örlagarík stund í sögu mannsandans, þegar einhver tilviljun eða kraftaverk varð þess valdandi að slaknaði á vilja mannsins og hann létti af sér áhyggjum daglegs amsturs, losnaði undan harðstjóm skynfæra og sjálfhverfu, en opnaði alla vem sína fyrir því sem minning hans, skynjun og skilningur leiddu fram í sameiningu. Þar var vitanlega um að ræða einhverja tegund hugleiðslu eða íhugimar einsog við þekkjum hana úr austrænum trúarbrögðum, en samt er vert að hafa hugfast að hér var á ferðinni annarskonar reynsla. Sú íhugun sem tengd er austrænni dulspeki er að því leyti gerólík íhuguninni sem hér um ræðir, að hjá austrænum dulhyggjumönnum er viðfangið eða markmiðið — meðvitað eða ómeðvitað—fyrirfram ákvarðað. En þegar kemur til hinnar tragísku reynslu er viðfangið eða markmiðið skapað af sjálfri reynslunni. Fyrir hefðbundnum dulspekingum á öllum öldum hefur markmiðið, sem þeir stefna að með föstum, bænahaldi, líkamsþjálfun eða öðrum meðulum, þegar verið skilgreint af trúarlegum eða heimspekilegum kerfum. Vandi þeirra er einfaldlega sá að fylgja settum lífsreglum í því skyni að ná fyrirfram skilgreindu markmiði. íhugunin sem ól af sér myndlíkinguna og síðan harmleikinn er á hinn bóginn miklu skyldari íhugun skáldsins — hins ljóðræna skálds sem lætur ekki skynjun sína stjórnast eða mótast af fyrirliggjandi kerfi, þannig að við fáum einungis platónska eftirlíkingu eftirlíkingar, heldur bregst milliliðalaust við eigin reynslu og skilar henni ómengaðri áfram. Ennfremur er þessháttar íhugun laus við hverskyns endanlega niðurstöðu eða siðaboðskap: andartakið er sjálfu sér nægt, hvflir í sjálfu sér. Síðarmeir koma vitanlega hugleiðingar og vangaveltur um innt ak þeirrar reynslu sem haldið hefur verið til haga. Við byrjum semsé á tilgátu um hið ljóðræna hugboð um Tímarit um bókmenntir og leiklist 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.