Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Qupperneq 50
einingu alls sem lífsanda dregur, vegna þess að skynjun hlýtur að
koma á undan hugsun, og vegna þess að einungis útfrá einhverri
djarfri og yfirþyrmandi hugmynd um það hvemig veruleikinn sé
vaxinn geta risið þessi stórfenglegu form hugsunar og athafnar sem
eru forsendur harmleiksins.
Því sé það rétt að harmleikurinn eigi upptök sín í einfaldri
myndlíkingu, gaumgæfinni íhugun, ljóðrænu öskri, þá getur hann
ekki til langframa látið fyrirberast á því kyrrstæða plani. Með
áralöngu grufli og ígrundun hinnar merkilegu samsvörunar
uppgötvuðu frumkvöðlarnir smámsaman þá eðlislægu innri orku
formsins sem gerði manninum kleift að beita ýtrustu ráðsnilld sinni
til að draga allar hinar simdurleitu hvatir eðhs síns saman í hfrænt
og merkingarbært mynstur. Ef rekja mætti allt það dulda ferli,
mundi það ekki aðeins leiða í ljós þróunarsögu harmleiksins, heldur
hka trúarbragðanna, og ekki aðeins harmleiks og trúarbragða, heldur
allra þeirra heimspekikerfa sem fundin hafa verið upp, ýmist til að
styðja trúarbrögðin eða koma í þeirra stað.
Virk myndhvörf
Segja má að myndlíking sé kyrrstæð þegar samsvörunin, sem hún
gefur til kynna, þjónar ekki öðrum tilgangi en þeim að fullnægja
mannshuga sem er hafinn yfir hverja tilfinningu og hverja athöfn.
Að lífið sé hringrás atvika sem koma hvert í kjölfar annars
með ósveigjanlegri reglufestu, sem er sambærileg við rás árstíðanna,
og að náttúran birti í ótölulegum myndum samskonar við-
burðamynstur—fæðingu, vöxt, hrömun, dauða — eru staðreyndir
sem hljóta að hafa grópast í mennska vitund jafnskjótt og hún
öðlaðist tímaskyn og glæddist hæfileika til hlutlausrar skoðunar.
Og að maðm-inn væri eitt af þessum formum náttúrunnar, ofurseldur
sama ósveigjanlega lögmáh, er staðreynd sem hlýtur að hafa náð
tökum á vitund hans um svipað leyti. En myndhverf samsömun
hinna tveggja vídda veruleikans, ytri víddar náttúrunnar og
aðgreindrar víddar mannsins sem kom til sögunnar með vitund
hans um að hfa í annarri vídd, sú samsömun hefur ekki getað átt sér
stað fyrren miklu síðar.
50
Bjartur ogfrú Emilía