Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Blaðsíða 56

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Blaðsíða 56
töfra og fjölkynngi víkur í æðri trúarbrögðum fyrir auðmýkt og tilbeiðslu. Maðurinn og samfélag hans beygja kné sín í viðurkertningu á skipan tilverunnar sem er ekki hans eigin skipan og getur ýmist verið hliðholl eða andsnúin fyrirætlunum mannsins, en einungis í trúnaði og kærleika verður komið á virku sambandi milli þessara tveggja sviða veruleikans. Það er í þessum punkti sem algengt er að hefja umræðu um söguleg tengsl helgiathafna og harmleiksins í sinni upprunalega mynd. En ég hef fjölyrt um bakgrunninn í því skyni að leiða getum að því, að trúarbrögðin hafi átt upptök sín í svipaðri sýn og harmleikurinn. Fyrir tilverknað helgiathafna fann harmleikurinn færa leið til að þróa form sitt og innihald frá einföldum dansi og taka með í reikninginn siðferðislega, félagslega og andlega stöðu mannsins í veröldinni. Þegar Friedrich Nietzsche fjallaði um upptök harmleiksins í sínu fræga riti hélt hann því fram að harmleikurinn væri einskonar framlenging kórsins: harmleikurinn er „hugsýn sem á upptök sín í dansi". I dansvímunni þarsem allar hömlur og mörk hins daglega lífs voru þurrkuð út komust dýrkendur Díónýsosar í hugarástand sem gerði þeim ekki einasta fært að sjá sjálfa sig sem satýra, þessar taumlausu náttúruvættir, heldur satýra sem fengu að verða vitni að fögnuði og þjáningu guðs síns. Nietzsche segir: „ Við höfum um síðir komist að raun um, að sviðið ásamt því sem þar fór fram var upphaflega í grundvallaratriðum hugsað sem sýn, að einasti veruleikinn var kórinn, sem sjálfur leiðir fram sýnina og fagnar henni með gervöllu táknmáli dansins, tónlistarinnar og orðræðunnar."9 Þó þetta sé mjög frjálsleg og villandi túlkun á tveimur sjálfstæðum formþáttum hins fullþróaða harmleiks, og aukþess óþarflega dulkynjuð að því er varðar sjálf upptökin, þá er hún snjöll lýsing á upphaflegri einingu þeirra þátta sem harmleikurinn er spunninn úr. Það sem ruglar alla umræðu um gríska harmleikinn er sú staðreynd, að bæði kórinn og sjálf leiksagan eiga sameiginleg upptök í trúarlegum helgisiðum, þó þetta tvennt virðist vera skýrt aðgreint. Með því er kenningu Nietzsches um sjálfsprottinn söguþráð hafnað, en tillit tekið til þeirrar alkunnu staðreyndar að talað mál þróast seinna en dans í öllum menningarsamfélögum sem við höfum spumir af. Því hafi hinn helgi dans verið fagnandi eftirlíking á ferlum náttúrunnar sem brátt íklæddust holdi manngerðra 56 Bjartur ogfrú Emilía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.