Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Síða 57
goðmagna, einsog fræðimenn halda fram, þá má leiða rök að því að
atburðarásin hafi átt sér upptök í nákvæmlega sömu tjáningarþörf.
Skilsmuninn má rekja til sögulegrar framvindu. Í staðinn fyrir
kenningu Nietzsches um sjálfsprottna atburðarás má leita skýringar
í þeirri staðreynd að talað mál er annar tjáningarmiðill og kom
talsvert seinna til sögunnar. Nietzsche er sennilega nær réttu máli
þegar hann talar um „storknun" hinnar díónýsísku sýnar í sérstæðum
myndum og táknum hins apollónska „draumheims" hetjusagnanna.
Eftirað hverful og óáþreifanleg öfl náttúrunnar höfðu verið
fönguð í hrynjandi og stellinginn dansins má gera ráð fyrir að með
tíð og tíma hafí þau þést og orðið að manngerðum goðmögnum fyrir
atbeina myndskapandi hugarflugs. Fyrir tilverknað tungunnar voru
þeim í fyrsta lagi f engin heimkynni og nafn, en þau fengu sömuleiðis
hvert sína sérstöku ævisögu. Ef svo má til orða taka, var mynstrið
fyllt út með áþreifanlegri reynslu kynstofnsins. Við þurfum ekki annað
en rekja ferli æ umfangsmeiri greinargerða eða lýsinga á
stakkaskiptum sögulegra staðreynda eða þjóðsagna til að gera
okkur grein fyrir hvemig goðsagnimar þróuðust strax og þær höfðu
fundið sér grundvallarmynstur. Það verður því einungis sagt að
goðsögnin og atburðarásin eigi upptök sín í dansi í þeim skilningi,
að þær segja það sama í öðrum og eftilvill þróaðri tjáningarmiðli.
Séu þessir tveir tjáningarhættir samtvinnaðir í grísku
harmleikjunum, þá er miklu fremur um að ræða víxlverkandi áhrif
en ættgengi. En til að gera sér grein fyrir þessu samspili, sem segja
má að formleg eining harmleiksins velti á, er nauðsynlegt að fara
nánar útí þær merkilegu brey tingar sem helgidansinn og goðsögnin
höfðu tekið þegar kom frammá fimmtu öld fyrir Krist. En til þess
þyrfti annan pistil og sennilega snöggtum lengri en þennan.
1 Aristóteles: Um skáldskaparlistiim. Kristján Árnason þýddi. Reykjavík
1976. Bls. 55.
2 Grfskir harmleikir. Helgi Hálfdanarson þýddi. Reykjavík 1990. Bls. 9—
227.
3 Sama rit. Bls. 231—506.
4 Sama rit. Bls. 509—1158.
5 Sama rit. Bls. 1159—1179.
6 R.R.Marett: The Birth ofHumility. New York 1937. Bls. 17.
7 Sir James Frazer: The Golden Bough. New York 1953. Bls. 12—95.
8 Kenneth Burke: A Grammar ofMotives. New York 1945. Bls. 44—45.
9 Friedrich Nietzsche: The Philosophy ofNietzsche: The Birth ofTragedyfrom
the Spirit ofMusic. Translated by Clifton Fadiman. New York 1927. Bls.
990.
Tímarit um bókmenntir og leiklist
57