Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Page 59
Sihanouk prins" og „Indiade", byrjaði að skrifa afar fallegt verk. Ég
aftur á móti rakst á leiklistarlegt vandamál, á vandamálið raunsæi:
Þar sem efnið er afar nærri okkur, virtist mér það mikilvægt, að leita
leikforms handan sjónvarpsraunsæisins, og þetta form fann ég ekki
strax. Því leituðum við aftur til grísku harmleikjanna...
En sviðsetningar pínará sígildum verkum urðu heimsfrægar, nú síðustu
árin, einkum Shakespeare-syrpan. Er pað ekki áhættusamt að skipta yfir í
samtímaverk?
Ariane Mnouchkine
Sérhver leikstjóri veit að þegar honum tekst sviðsetning sígilds
verks, er alltaf mun hægara að ná jákvæðum viðtökum en þegar
samtímaverk á í hlut. Þetta á ekki skilyrðislaust við um áhorfendur,
en þegar leikhúsgagnrýnin á í hlut, hef ég það á tilfinningunni að
hana skorti eitthvert viðmiðunarkerfi, sem ekki er til, hvað sam-
tímaverk varðar. Þama liggur áhættan. Jafnvel þótt báðar sýningamar
séu jafn góðar, bæði hvað varðar leik og uppsetningu, verður
Tímarit um bókmenntir og leiklist
59