Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Qupperneq 66

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Qupperneq 66
Vitanlega er það skilyrði fyrir líkamlegri túlkun tilfinningar að maður hafi fundið fyrir henni sjálfur. Ég neita því ekki að mögulegt er að „Krjúptu, og þú munt biðja", geti stundum verið einhvers konar aðferð. En vinna leikarans er samt sem áður í því fólgin að kafa í djúpin. í vissum tilfellum hjálpar okkur myndin af demantakafaranum, sem leitar uppi í djúpinu tilfinningu í hráu ástandi, — óunninn stein. Ef maður slípar hann ekki sést ekki einu sinni að hann er demantur. Leikarinn fer sem sagt niður í djúpin og leitar uppi frumástand tilfinningarinnar, sem hann vinnur á leiðinni aftur upp í sýningarhæft form, sem hann túlkar í líkama sínum. Því liggur meginleiðin að innan og út í líkamann. í Frakklandi hef ég það oft á tilfinningunni, að leikaramir vilji sýna mér með leik sínum: Sjáðu nú hve vel ég get falið tilfinningar mínar. Austrænn leikari segir mér annað: Sjáið, hve vel ég get sýnt tilfinningar persónu minnar. Ég er skuldbundin seinni leikhúsaðferðinni. Sýningar þínar eru sviðsetningar sem ætíð eru opnar til áhorfenda: Næstum allt er leikið augliti til auglitis við áhorfendur. Og pannig reynir þú að ná ýtrasta tærleika hinnar leiksviðslegu myndar. Mér er það erfitt að útskýra þessa hluti vegna þess að mér virðist það svo sjálfsagt að leikhúsið sé ávallt ætlað áhorfendum. Jafnvel í hinum innilegustu samræðum, þar sem leikarar horfahvor í augu annars með prófílinn til áhorfenda, verður þríhymingur til. Leiðin er alltaf frá leikara til leikara og þaðan til áhorfenda, eða frá leikara til áhorfenda og þaðan til annars leikara. Að leika til áhorfenda er mér nauðsyn. Ég væri í miklum vandræðum ef ég léti tvo leikara tala saman í prófíl meira en tvær replikkur. I grísku harmleikjunum er leikurinn til áhorfenda enn mikilvægari og reyndar ekki aðeins vegna þess að það var reglan í grísku leikhúsunum til foma. Persónur þessara harmleikja snúa sér aldrei lengi undan áhorfendum. Kórinn talar stöðugt beint til áhorfenda, er fulltrúi þeirra. Og einhvem tíma er ég vann með kórinn fann ég að það hlyti að snúast um leikhús, þetta sem var að gerast á leiksviðinu, án hans hefði ég haldið að ég væri að fást við lífið sjálft. í augum grikkja var það grundvallaratriði að þeir horfðust í augu við kórinn því annars hefðu þeir ekki getað greint á milli leikhússins og lífsins sjálfs. 66 Bjartur ogfrú Emilía
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.