Fréttablaðið - 28.10.2016, Page 10

Fréttablaðið - 28.10.2016, Page 10
PI PA R\ TB W A • S ÍA Klæðskerasniðin fyrir þá sem þurfa gleraugu til að sjá bæði vel frá sér og nær sér. Hægt er að breyta uppsetningunni á glerinu eftir því hvort þú ert í mikilli lestrarvinnu eða þarft að nota fjarlægðarstyrkinn meira. Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN S: 587 2123 FJÖRÐUR S: 555 4789 SELFOSS S:482 3949 afsláttur til 18. nóvember 25% MARGSKIPT GLER VARIO l Jóhanna María Sigmundsdóttir (B) er yngsti þing- maðurinn sem náð hefur kjöri á þing, 21 árs og 303 daga gömul. l Víðir Smári Petersen (D) er yngstur til að taka sæti sem varamaður á þingi, 21 árs og 328 daga gamall. Það var í september 2010. l Jóhanna María hlaut kosningu 27. apríl en 142. þing kom ekki saman fyrr en í júní. Víðir Smári er því enn yngstur til að setjast á þing. Nokkrar tölulegar staðreyndir um þingkosningarnar 15.743 kjósa í fyrsta sinn 8.708 fleiri á kjörskrá nú en 2013 50,1% kjósenda er konur 1.302 frambjóðendur 13.841 á kjörskrá búsettur erlendis 4047 ára meðalaldur frambjóðenda Fjórir gætu orðið yngsti þingmaðurinn Sé litið til niðurstaða skoðanakannana er enginn frambjóðandi líklegur til að slá met Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur sem yngsti kjörni þingmaðurinn. Víðir Smári Petersen er yngstur til að setjast á þing en fjórir mögulegir varamenn gætu rænt því meti frá honum. Melkorka Ýrr Yrsudóttir 6. sæti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Fædd 20. janúar 1998. Til að slá metið þarf Sjálf- stæðisflokkurinn að bæta við sig þriðja þingmanninum í Norðausturkjördæmi og Mel- korka að taka sæti fyrir 15. desember 2019. Helstu baráttumál Virkja ungt fólk til stjórn- málaþátttöku, húsnæðismál og menntamál á landsbyggðinni. „Ég hóf að kynna mér flokkana fyrir sveitar stjórnarkosningarnar árið 2014. Hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um frelsi og sjálfstæði einstaklingsins heill- uðu mig,“ segir Melkorka Ýrr Yrsudóttir. Út frá því hóf hún að starfa í Verði, félagi ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri. Kosningabaráttan hefur gengið vel að sögn Melkorku. Hún hafi mætt nokkrum neikvæðum röddum en þær jákvæðu séu fleiri og vegi þyngra. „Þetta hefur verið mikill skóli og ég hef ítrekað þurft að stíga langt út fyrir þægindarammann.“ Að bjóða sig fram var ekki auðveld ákvörðun enda þátttaka í framboðinu tíma- frek. „Það er svo margt ungt fólk sem hefur áhuga á stjórnmálum en skortir kannski kjark til að taka þátt. Ég tel mikil- vægt að ungt fólk sé áberandi innan allra flokka. Síðan hvet ég alla til að kynna sér flokkana og nýta kosningaréttinn.“ Bjarni Halldór Janusson 4. sæti Viðreisnar í Suðvestur. Fæddur 4. desember 1995. Til að slá metið þyrfti Viðreisn að ná tveimur mönnum inn í Suðvestur- kjördæmi og Bjarni að taka sæti fyrir 27. október 2017. Helstu baráttumál Húsnæðisvandinn, aðgengilegri sálfræðiþjónusta, frjálslyndara samfélag. „Ég hóf þátttöku í Viðreisn árið 2014 áður en aflið var formlega stofnað,“ segir Bjarni Halldór Janusson. Hann segir ferskleikann og fagmennskuna í kringum stefnumótunarstarf flokksins hafa gripið sig. „Ég trúi því að vinnubrögð Viðreisnar séu best til þess fallin að koma umbótum í framkvæmd.“ Að taka þátt í kosningabaráttunni hefur gefið Bjarna mikið. Sambönd myndist innan flokksins og þar sé að finna sterka liðsheild. Síðan myndist einnig vinabönd við frambjóðendur annarra flokka þegar fólk hittist á hinum ýmsu viðburðum. „Ég hef lengi gengið með þingmann í maganum. Lengi vel var ég kallaður Bjarni ráðherra í gríni því ég hafði skoðun á svo mörgu,“ segir Bjarni. „Í grunnskóla grínaðist ég stundum með það að ég ætlaði að verða yngsti þingmaðurinn. Nú hefur fólk komið til mín og gantast með að sú gæti orðið raunin.“ HollaNd Gambía hefur nú, ásamt Suður-Afríku og Búrúndí, boðað úrsögn úr Alþjóðasakadómstólnum, sem er stríðsglæpadómstóll Samein- uðu þjóðanna í Haag. Ríkin þrjú saka dómstólinn um að beina kröftum sínum einkum að Afríku en láta aðra heimshluta í friði. „Mörg vestræn ríki, að minnsta kosti þrjátíu, hafa framið svívirði- lega stríðsglæpi gegn sjálfstæðum fullvalda ríkjum og borgurum þeirra frá því Alþjóðasakadómstóllinn tók til starfa, en ekki einn einasti stríðs- glæpamaður frá Vesturlöndum hefur verið ákærður,“ sagði Sheriff Bojang, upplýsingamálaráðherra Gambíu. Gambía hefur reynt að fá dóm- stólinn til að draga vestræna ráða- menn til ábyrgðar vegna flótta- manna sem drukknað hafa í Miðjarðarhafi. Namibía og Kenía hafa einnig sagt að úrsögn komi til greina. Flest ríki heims eiga aðild að dóm- stólnum, en meðal undantekninga frá því má nefna Bandaríkin, Rúss- land, Kína og Indland. – gb Afríkuríki úr dómstóli Hluti dómara við Alþjóðasakadóm- stólinn í Haag. FréTTABlAðið/EPA Jóhann Óli Eiðsson johannoli@frettabladid.is 246.515 kjósendur á kjörskrárstofni Páll Marís Pálsson 3. sæti Framsóknarflokks í Suðvesturkjördæmi. Fæddur 11. maí 1997. Til að slá metið þarf Fram- sókn að halda tveimur þingmönnum í Suðvestur- kjördæmi og Páll að taka sæti fyrir 4. apríl 2019. Helstu baráttumál Afnám bleika skattsins, málefni innflytjenda og flóttamanna og nú- tímavæðing menntakerfisins. „Ég kynnti mér alla flokkana fyrir síðustu kosningar og heillaðist af þessari miðju- samvinnustefnu,“ segir Páll Marís Páls- son. Hann segist hafa þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hann ákvað að bjóða sig fram. „Maður hefur séð hvernig hið pólitíska umhverfi er og umræðan í kring- um það. En ég lét slag standa og sé ekki eftir því.“ „Ég hafði ekki spáð í því að ég gæti orðið yngstur. Ég fór ekki í pólitík til að slá nein met,“ segir Páll en bætir við að skemmti- legt sé að svona skuli hafa hist á. „Ef svo fer þá eru margir sem lögðu traust sitt á mig og ég mun gera mitt besta til að standa undir því.“ Að lokum vill Páll minna ungt fólk á að fara á kjörstað. „Ef við viljum að rödd okkar heyrist þá verður ungt fólk að nýta lýðræðislegan rétt sinn, fara á kjörstað og kjósa.“ Starri Reynisson 3. sæti Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Fæddur 6. júlí 1995. Til að slá metið þyrfti Björt framtíð að ná inn tveimur mönnum í Reykjavík norður og Starri að taka sæti fyrir 30. maí 2017. Helstu baráttumál Ísland í ESB, uppstokkun í menntakerfinu og umhverfismál. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Starri setið í stjórn Bjartrar framtíðar frá árinu 2014. „Björt framtíð er frjálslyndur alþjóðasinn- aður miðjuflokkur og ég er akkúrat frjáls- lyndur alþjóðasinnaður maður. Þetta var því rökréttasti kosturinn.“ Það var að miklu leyti utanaðkomandi þrýstingur sem varð til þess að Starri bauð sig fram. Sá þrýstingur kom bæði frá sam- flokksmönnum hans og ALDE, evrópskum regnhlífarsamtökum frjálslyndra miðju- manna. „Það voru allir svo æstir í að ég færi fram að ég sló til,“ segir Starri og hlær. „Kosningabaráttan hefur bara gengið vel. Við mældumst með tvö prósent í sept- ember en höfum verið að daðra við átta níu prósentin nú. Björt framtíð hefur fundið fyrir velvilja í sinn garð,“ segir Starri. 2 8 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F Ö S t U d a G U r10 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 2 8 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 8 -F 7 3 8 1 B 1 8 -F 5 F C 1 B 1 8 -F 4 C 0 1 B 1 8 -F 3 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.